Lögfræðingur - 01.01.1901, Blaðsíða 160
Páll Briem.
100
ekki talinn kostnaður yið gagnfræðaskóla, kvennaskóla eða
búnaðarskóla. Vegna þess hversu menntun barna og nng-
iinga stendur á lágu stigi, veita þessir skóiar að ýmsu
leyti sömu menntun sem barnaskólar í öðrum löndum, en
vegna nafnsins á þeim verður að sleppa þeim hjer, enda
er næsta erfitt að ákveða, að hve miklu leyti ætti að
teija þá sem barna- og unglingaskóla.
Eins og áður hefur verið sýnt fram á, var Harboe
biskup höfundur að alþýðumenntun íslendinga, og hann
brrggði hana á heimilisfræðslunni. Hann heimtaði ekki
meira af heimilunum, en kristindómsfræðslu og lestrar-
kunnáttu. Með ströngum fyrirskipunum um barnaspurn-
ingar, húsvitjanir, húslestra og bókakaup og með eptirliti,
sem var nákvæmara, en þekktist í nokkru öðru efni á
þeim tímum, varð því framgengt, að aljiýða manna lærði
að lesa hjer á landi. Með húslestrunum vöndust menn á
að lesa hátt; svo kom á eptir lestur á sögum, rímum o.
sv. frv., og afieiðingin var sú, að íslensk alþýða varð bet-
ur lesandi en í fiestum öðrum löndum. þ>að eru hús-
lestrarnir, sem hafa orðið þess vaidandi. að menn í sveit
fóru að lesa hátt á kveldum.
Hjer á ísiandi voru engir barnaskólar, og því þótti
útlendingum það stórmerkilegt, að alþýða manna hjer á
landi skyldi vera lesandi eins vel eða jafnvel betur en í
öðrum löndum. Auk þess bættist það við, að menn á
19. öld fengu hina mestu oftrú á frelsi og þjóðerni. þ>eir
þekktu ekkert hin ströngu lagaboð Harboes; þeir ímynd-
uðu sjer, að þekking alþýðunnar væri komin fyrir tómt
freisi og þjóðeruiskrapt. Síðan fóru menn að lofa hina
inndælu heimilisfræðslu barnanna, sem »farið hefði fram
við móðurknjen.n