Lögfræðingur - 01.01.1901, Page 162
162
Páll Briem
arkennslan, að bövnin hafi lært að lesa í belg og biðu,
án þess að nokkur vissa væri fyrir, að þau vissu, livað
þau væru að fara með, og með misjöfnu lestrarlagi.« ‘)
Að vísu eru til ýmsar undantekningar frá þessu, en
svona hefur heimilisfræðslan verið almennt.1 2) |>að voru
hinir lögskipuðu húslestrar, sem efldu lestrarþekkinguna,
en prestarnir hjeldu uppi kristindómsfræðslunni með hús-
vitjunum sínum og barnaspurningum.
J>að er hreinn og beinn misskilningur, að presturinn
baíi einn átt að kenna börnunum kristin fræði;3) lieim-
ilin áttu að annast hina daglegu kennslu, en spurningar
prestsins voru eigi að eins til þess að fræða börnin, held-
ur og til tryggingar fyrir því, að heimilin fullnægðu skyldu
sinni, og svo til leiðbeiningar fyrir heimilin. þ>ess vegna
átti að spyrja börnin í messunni, og þess vegna var öll-
um bannað að ganga út úr kirkjunni, meðan stóð á barna-
spurningunum, og mátti jafnvel harðlæsa kirkjudyrunum
á meðan, »til þess að hindra allar útgöngur úr kirkjunni«
(sjá tilskip. 29. maí 1744 um barnaspurningar, 11. gr.).
Heimilisfræðslan hefur aldrei verið fullnægjandi og
getur heldur ekki verið það. |>ess vegna hafa menn veitt
styrk til barnakennslu, og má geta nærri, hvort alþingi
mundi hafa gjört það, eptir þeim anda, sem drottnar þar,
ef menn hefðu eigi sjeð sig neydda til þess.
1) Alþ. tíð. 1897. B. bls. 750, sbr. Kennarablaúið. I. bls. 75.
2) ^það má alls okki bianda saman yið þetta, þegar móðir kenn-
ir barni sinu að biðja til guðs og innrætir því guðsótta og
góða siði, því að það gjöra aliar góðar kristnar mæður, hvort
sem aiþýðumenntunin er byggð á heimilisfræðslu eða skóla-
fræðslu.
3) Sbr. Alþ. tíð. 1897. B. bls. 746.