Lögfræðingur - 01.01.1901, Page 163
Menntun barna og unglinga.
1(53
Menn hafa sjeð, að það var nauðsynlegt, að láta eitt-
hvað af hendi rakna, en menn hafa ekki sjeð, að grund-
völlurinn, sem lagður var fyrir meira en einni og hálfri
öld, dugar eigi lengur, og því eru íslendingar orðnir apt-
ur úr öðrum siðuðum þjóðum, og verða það meira og
meira, eptir því sem árin líða.
Hjer á landi er engin skólaskyida, sem þó er lífsskil-
yrði siðmenningarinnar; börnnm er lijer á landi veitt
margfalt minni fræðsla, en í nágrannalöndunum; hjer er
lagt margfalt minna til hennar, en hjá öllum þjóðum með
mótmælendatrú; hjer er jafnvel lítið sem ekkert eptirlit
haft með því, hver not verða að því fje, sem lagt er til
menntunar börnum og unglingum ; hjer eru engar skvrsl-
ur um fræðslu barna; Iijer er enginn kennaraskóli; hjer
er enginn verulegur unglingaskóli, og hjer er engin yfir-
skólastjórn, sem sjer um menntun barna og unglinga. pað
er látið ganga, eins og það best gengur, eða rjettara sagt,
eins og það verst gengur.
Jeg hef áður minnst á menntunarástandið hjer á
landi, en nú skulum vjer athuga kennslu barna nokkuð
nákvæmar.
í Reykjavík er nýbyggður barnaskóli fyrir 360 börn,
en eptir fólksfjölda ættu að vera þar um 900 börn á aldr-
inum frá 6—14 ára. Kennslutíminn er 71/* mánuður. Á
Akureyri er og nýbyggður barnaskóli fyrir 84 börn, en þar
ættiað vera allt að því helmingi fleiri skólabörn. Kennslu-
tíminn er 7 mánuðir. I Reykjavík er kostnaður við skól-
ann um 1 kr. á mann og á Akureyri um 1 kr. 50 aur.
1) Samkvæmt Reykvíkingi 1. nóv. 1900 var veitt til barnaskól-
ans í Reykjavík 1901 8985 kr.; skólagjöld eru 3200 kr. og
Jiví lagt til skólans af almannafje 1901 5785 kr. þetta er
11*