Lögfræðingur - 01.01.1901, Page 165
Menntun barna og unglinga.
165
st.yrk. Árið 1900 voru þessir barnaskólar 26 að tölu, og
fengu þeir að meðaltali um 200 kr. styrk liver þeirra.
Ögmundur Sigurðsson hefur skrifað um skóla á
Suðurnesjum. Eptir lýsingu hans eru skó'.arnir rcjögmis-
jafnir, en dómur hans um menntun barnanna er þannig:
uþegar börn, sem hjer ganga á skóla, eru fermd og verða
að hætta öllu námi, þá eru þau komin næsta skammt á
veg. þ>au, sem eru í meðallagi, eru nokkurn veginn les-
andi og skrifa svo vel, að það verður lesið, stafsetningin
er stórlýtalaus; í reikningi eru flest komin aptur í tuga-
brot og einstök lítið eitt lengra: þau kunna hann, eins og
þeim hefur verið kennt; liafi kennslan verið góð, gleyma
þau seint reikningnum; hafi hún verið Ijeleg, rýkur allt
óðara burt. Stundum hafa þau iesið landafræðiságripið
litla; stundum hafa þau, ef til vill, lært það sem þulu án
landabrjefs, og stundum hefur þeim verið kennt velu.1)
f að er auðsætt af þessu, að ýms börn á Suðurnesjum
vaxa svo upp, að þau mega heita ólæs og óskrifandi, en
þess ber að geta, að ýms af þessum börnum liafa notið
fræðslu hjá sveitakennurum, og komum vjer þá að fræðslu
barna í sveitum.
Eins og áður er sagt, voru engir barnaskólar til á
dögum Harboes. J>ess vegna byggði hann á heimilisfræðsl-
unni. Nú eru komnir upp ýmsir barnaskólar í kaupstöð-
um, verslunarstöðum og sjáfarþorpum; þar, sem þeir eru,
er menntunarástand barna og unglinga mjög bágborið. En
þó mun það vera enn þá verra í þeim sveitum, sem eru
eins og á milli þess að vera sjáfarþorp og sveit. J>ar er
mjög lítil heimilisfræðsla, og þar eru heldur ekki barna-
1) Tímarit um uppeldi og menntamál. 1890, bls. 98.