Lögfræðingur - 01.01.1901, Qupperneq 166
1GB
Páll Briem.
skólar. í landsveitunum er heimilisfræðslan best, og þar
er einnig nokkur kennsla hjá sveitakennurum. þ>ar, sem
eru atkvæðalitlir prestar í landsveitunum, er barnafræðsla
að vísu ijeleg, en þar sem eru ötulir prestar, þar mun
fræðsla barna vera einna best, ef börnin eru tekin í hei'ld
sinni. Sjerstaklega er lestur yfirleitt betri í landsveitun-
um, því að þar stendur heimilisfræðslan á gömlum merg,
en þó má geta þess, að lestri mun fara hrakandi, eptir
því sem húslestrar leggjast niður og sögulestur, og svo hef-
ur Jónas prófastur Jónasson sagt árið 1892, að ferming-
arbörn þá væru miklu ver læs, en fermingarbörn gerðust
um 1870, og bætir hann þessu við: »þ>að er tæpast helm-
ingurinn af þeim börnum, sem nú eru almennt fermd, að
minnsta kosti sumstaðar á landi hjer, almennilega
1 æ s ».J)
Heimilisfræðslan hefur aldrei almennt náð til skriptar
og reiknings, og því er fræðslan að tiltölu miklu verri í
þessu, en í lestri og kristindómi. J>að vita allir, sem þurfa
að fá undirskriptir undir skjöl o. sv. frv., hversu erfitt er
að fá menn almennt til að skrifa nafnið sitt. Ritstjóri
Kennarablaðsins, Sigurður Jónsson barnakennari, tekur
jafnve'l svo djúpt í árinni, að hann segir um þetta: »Allir,
sem nokkuð þekkja til, hljóta að vita það, að fjöldi al-
þýðufólks er með öllu óskrifandi«.1 2)
þ>ekking í reikningi er enn minni en kunnátta í
lestri og skript, en vjer skulum eigi fjölyrða um þetta,
heldur fara nokkrum orðum um hina svonefndu sveita-
kennara.
1) Tímarit um uppeldi og menntamál. 1892. bls. 17.
2) Kennarablaðið. Sept. 1900, bls. 179.