Lögfræðingur - 01.01.1901, Síða 168
Páll Briem.
1(38
í liverri skúr lekur þetta hús mest öllu, sem á það rign-
ir; loptið heldur eigi vatninu, svo að börnin urðu að
flytja sig til í herberginu, eptir því úr hvaða átt rigndi.
Ofn er í stofunni, svo að nægilega mátti hita hana upp,
þegar ivgnt var. þ»egar vindur var mikill, varð að eins
brennheitt við ofninn, en kalt þegar lengra dró út í her-
bergið; herbergið næðir svona; ekkert er stoppað miili
þils og veggja. Skóla þennan vantar öll áhöld, þar getuj-
eigi heitið að neinn bekkur sje, að eins er þar ein horð-
skífa, negld á þverkubba, sem' öll skelfur og titrar, þegar
börnin settust á hana, og svo var þó iítið um sæti, að
eigi gátu 11 börn, sem voru í skólanum, setið öll í einu
í skriptartímanum; í hinum tímunum gátu þau að eins
troðið sjer niður. Eitt einasta borð var í skölastofunni,
ekki þó eins og vanalegt skólaborð, heldur eins og kaffi-
borð í búri; við það gátu setið 4—5 börn, hin urðu að
standa við hefilbekk, sem þar var í stofunni, meðan þau
voru að skrifa.ii')
fað er undarlegt, að svona skólastofa skuli geta átt
sjer stað undir lok 19. aldar, og þó er það ekki undar-
legt, þar sem barnakennsla hjer á landi er nálega eptir-
litslaus. pessi skólastofa er einn af ávöxtum frelsisius,
og þess konar ávextir eru ekki svo fáir í þessu landi.
í andlegum efnum er ástandið þó, ef til vill, verra,
þar sem hver getur orðið kennari, sem vill, og mest er
hugsað um, að fá sem ódýrasta kennara; það er engin
trygging fyrir því, hver kennarinn er. [>aö er jafnvel
dæmi til þess, að menn liafa ráðið Mormóna til að kenna
börnum, og hitt er víst eigi eins dæmi, að barnakennar-
1) Tímarit um uppeldi og menntatná]. 1890. Bls. 89.