Lögfræðingur - 01.01.1901, Page 169
Menntun barna og unglinga.
1G9
inn er vantrúaður. En ef sá, sem kennir kristindómihn,
er vantrúaður og sáir illgresi vantrúarinnar í hjörtu æsku-
lýðsins, }iá má með sanni segja, að livað svo sem öllum
skólastofum líði, þá sje andlega ástandið miklu verra.
Alþingi hlýtur að vera kunnugt um þetta, en þó vill
það ekki bæta úr meinsemdum barnafræðslunnar. Hall-
grímur Sveinsson biskup hefur hvað eptir annað bent
þinginu á, að nauðsynlegt sje að gjöra eitthvað til þess,
að efla fræðslu barnanna,1) en þingið vill ekki sinna mál-
inu, og sjerstaklega hafa hændur á síðustu alþingum reist
bændastjettinni einkennilegan minnisvarða. peir ræða um
skólahljóm og skólasótt hjer á landi, eins og þeim sje
farin að ofhjóða menntunin og menningin, þó að hjer sjeu
færri skólar og minna lagt til menntunar en í nokkru
siðuðu iandi. þegar í ráði var, að stofna kennaraskóla á
alþingi 1899, þá var ekki einn einasti bóndi í neðri deild
með því. þ>eir voru allir 8 á móti, og gátu því hindrað
framgang málsins.2)
|>að má ekki skiljast við þennan kafia án þess, að
minnst sje á hinar ríkjandi skoðanir manna, að því er
snertir menntun barna og unglinga.
Er þá fyrst að geta þess, að það er einkennilegt,
hversu margir í því máli koma fram sem refar í sauða-
klæðum. þ>að er altítt, að menn telja sig milda mennta-
vini og segja, að sjer þyki mjög æskilegt, að efla alla
sanna menntun, en þegar á að gera einhverjar ráðstafanir
til þess, að efla menntun barna og unglinga, þá eru þeir
á móti þeim öllum, nema ef á að stofna skóla í þeirra
1) Sbr. Alþ. tíð. 1899. A. 671—685.
2) A11>. tíð. 1899. B. 1583.