Lögfræðingur - 01.01.1901, Page 172
172
Páll Briem.
skólaskattur, og finna auðvitað enga ástæðu til þess, að
taka þess konar gjöld á sig óneyddir.
Astandið er því þannig, að meginþorri hinna efnaðri
bænda er beinlínis andvígur menntun barna og unglinga,1)
en yfir mestum liluta landsmanna hvílir í þessu máli and-
legur svefn og doði.
Sjerstaklega mun það reynast erfitt, að fá nægilegt
fje til menntunar börnum og ungHngum, af því að það er
alveg eins og að stinga menn í bjartað, ef talað er um
íjárframlögur til almennra þarfa hjer á landi.
þ>að eru því ekki góðar horfur á því, að menn vilji
gjöra gagngjörðar breytingar í menntamálinu. pað má
ganga að því vísu, að sú kynslóð, sem nú lifir, muni lít-
ið sinna tillögum mínum, en samt mun jeg bera þær fram
í næsta kafla og sýna þar fram á, að það er ómögulegt,
að byggja menntun þjóðarinnar á beimilisfræðslunni, að
það er verulegur glapstigur, ef á að byggja hana á kennslu
sveitakennaranna, af því að kennsla þeirra verður annað-
hvort mjög ljeleg eða afardýr, að fræðsla barna verður að
fara fram í skólum, sem sjeu annaðlivort beimavistarskól-
ar eða heimangönguskólar, að stofna þarf einn unglinga-
skóla í líeykjavík fyrir öll ungmenni landsins, að þar þarf
að vera öflugur kennaraskóli, yfirskólastjórn og fleira, er
jeg mun rita um í næsta árgangi Lögfræðings. (Framh.)
1) þ>að er nýlega komin út grein, eptir einn af helstu bændum
í þingeyjar.ýslu. sem sýnir vel, hvernig sumum bændum er
inuanbrjösts, siðan farið var að tala með alvöru um mennt-
unarástand íandsmanna. Hann álítur, að þjóðerni og þjóð-
líf sjeíhættu, ef talað sje um, hversu ástandið sje bágborið,
og að )>að beri vott um fyrirlitningu á þjóðinni, ræktarleysi
við laudið, vanþakklæti við þjóðina o. s. fr.