Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1975, Side 13
FORNMINJAR
16
Það hefir vakið athygli fræðimanna, að innan virkis-
borgarmúranna hafa verið reistar ýmsar byggingar til afnota
fyrir íbúana til þess að iðka trú sína. Fundist hafa rústir af
hofi Seifs, hofi Adonis og Atargatis, einnig leifar af gyðing-
legri Synagógu (samkunduhúsi) og kirkjurústir. Raunar
eru það nefndar basilikurústir í samræmi við það að
trúarhús kristinna manna þá voru nefndar basilikur og
hafa fundist leifar af einni slíkri í rústum Pompeji, sem aska
og vikur grófu tæpum tveim öldum fyrr, árið 79.
Augljóst er, að hermennirnir í þessari austrænu útvarðar-
stöð við eina af mikilvægustu landverzlunarleiðum þeirra
tíma, áttu kost á að iðka þá trú, sem hugur þeirra stóð til.
Öðru vísi er varla hægt að álykta, þegar við blasir, að þarna
hafa staðið í þessari alþjóðaumferðarborg svo mörg musteri
ólíkra trúarbragða, sennilega samtfmis enda ekki ólíkt
Rómverjum að leyfa það.
Myndina er að finna í rústunum af Basilikunni. Safnað-
aröldungur, safnaðarþjónn, kristinn hermaður eða einhver
óþekktur kristinn maður hefir játað trú sína með gjörð
þessarar einföldu myndar í kirkju sinni. Hún sýnir okkur
Jesúm, án andlitsdrátta, án helgibaugs með útréttar blessað-
ar líknarhendur, sem gefa lömuðum manni líkamsstyrk á ný.
Elzta þekkta myndin af Jesú er myndin af kærleikshetj-
unni.
G. H. K.
Vitnisburður fornleifafræða
Á 100 stöðum í ísrael heldur fornleifagröftur áfram að leiða í ljós nýja
sönnun þess, að Biblían er oft furðulega nákvæm í greinunr sagnfræði og
meir en fræðimenn fyrri kynslóða grunaði
„Time" — 30. des. 1974.