Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1975, Page 135
FRÉTTIR
138
marks um það, hve fólk er áhugasamt um þessar fram-
kvæmdir, ekki síst hina steindu glugga, er þess að geta að
safnast hafa frá einstaklingum, félögum og fyrirtækjum tæp-
ar 2 milljónir eða andvirði hinna fögru en dýru listaverka.
Má það teljast órækur vitnisburður um þann veglega sess
er kirkjan skipar í hjörtum Siglfirðinga.
Sem nýr starfsmaður í söfnuði þeirra hrífst ég með þeim
í ásetningi þeirra að gera kirkju sína trausta, fagra og hlý-
lega í þeirri trú og vissu að Guð sé með oss í verkinu og
blessi starf vort. Það er unnið honum til dýrðar, oss til hjálp-
ar í leitinni að Jesú Kristi og styrktar í trúnni á hann sem
frelsara vorn og Drottinn.
Birgir Ásgeirsson.
r
Kirkjudagur helgaður Vestur-Islendingum
Hinn árlegi kirkjudagur Hólaneskirkju, haldinn 16. apríl
1972, var helgaður Vestur-íslendingum. Sr. Pétur Þ. Ingj-
aldsson predikaði. Kirkjukórinn söng undir stjórn Kristjáns
Hjartarsonar. Gestur Guðmundsson söng einsöng við undir-
leik Sólveigar Sövik. Sigursteinn Guðmundsson, héraðs-
læknir, flutti erindi um vesturferðir íslendinga og sýndi
myndir frá nýja íslandi á þjóðhátíðardegi Vestur-íslendinga
á Gimli. Að lokum safnaðist fólkið saman fyrir framan kirkj-
una. Þar var íslenzki fáninn dreginn að hún og blakti hann
þar á 7 metra hárri stöng, er ber við bakgrunn kirkuturns-
ins. Var þessi stöng og fáni reist fyrir gjafafé. Þess má geta að
í kirkjuturninum er innsiglingarljós fyrir skip, sem fara
um höfnina á Skagaströnd.