Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1975, Blaðsíða 162
165
FRÉTTIR
veggjum og niður á steypta stólpa. Þá vakti ennfremur
nokkra athygli hinn dökki brúni litur á þaki, en hann er
brenndur inn í þakjárnið. — Að innan er kirkjan klædd
með panel úr furu og mjög hlýleg. Kórgólf er teppalagt,
en að öðru leyti er kirkjugólfið lagt steinflísum, og bæði
altari og skírnarsár eru höggvin úr íslenskum grásteini. All
stórt söngloft er í kirkjunni og hljómburður góður. Kirkj-
an rúmar á annað hundrað manns í sæti.
Sérstakt klukknaport stendur sunnan og austan við kór
kirkjunnar, þar sem að er komið. Klukknaport þetta er
mjög haglega gert, og hafa leyfar annarrar klukkunnar úr
gömlu kirkjunni verið greyptar í stöpul þess.
Kirkjuna á Miklabæ teiknaði Jörundur Pálsson, arkitekt,
í Reykjavík, en yfirsmiður var Guðmundur Márusson, Út-
garði í Skagafirði. Hafist var handa með framkvæmdir ár-
ið 1970 og var Sigurður Jóhannsson, Úlfsstöðum, lengst
form. byggingarnefndar. Form. sóknarnefndar er Magnús
Gíslason á Vöglum.
Að lokum má geta þess, hve kirkjan er vel búin gripum,
sem flestir eru nýir. Og það er því fremur eftritektarvert,
þegar haft er í huga, að góðir gripir eyðilögðust í elds-
voðanum, þegar gamla kirkjan brann 17. febrúar árið
1973. Peningagjöfum, sem kirkjunni bárust, m. a. til minn-
ingar um Aðalbjörgu Gísladóttur í Miðhúsum, var varið
til kaupa á kirkjugripum, og einnig söfnuðu börn í presta-
kallinu all stórri fjárupphæð, sem varið var til kaupa á róðu-
krossi og stjökum, er standa á altari. Þá má og nefna óvana-
legan grip, sem kirkjan á, svonefnt „kredensborð", er stend-
ur í kór kirkjunnar og er notað undir efni og áhöld altaris-
sakramentisins, — svo og skírnarljós, er stendur hjá skírn-
arsá.
Oft hafa kirkjur verið vígðar hérlendis og teknar í notk-
un að einhverju leyti, þótt ýmiss verk hafi enn átt langt í
land. Svo var þó ekki á Miklabæ. Athygli vakti á vígsludegi
hinn vandaði frágangur, ekki aðeins á kirkjunni sjálfri, ut-