Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1975, Blaðsíða 20
23
KIRKJUSAGA
verulega þau fáu ár, sem hann gegndi embætti, en þau urðu
ekki nema þrjú og hann var aðeins hálffimmtugur, þegar
hann féll frá. Eftirmaður hans, Sigurður Stefánsson, hinn
síðasti Hólabiskup, var heilsuveill alla sína embættistíð og
andaðist eftir 9 ára biskupsdóm, næsta erfiðan, aðeins 54 ára.
Því aðeins gríp ég á þessum atriðum úr hrakfallasögu
Hólastóls undir lok 18. aldar, að þar eru fólgnar málsbætur
þeim innlendum mönnum, sem sáu þann kost vænstan að
leggja stólinn niður. Það er allsendis ógerlegt fyrir oss, nú-
tímamenn, að setja oss í spor þeirra, sem helstríð Hólastóls
mæddi á. Það var langvinnt stríð og það verður ekki sagt,
að upp hafi verið gefizt vonum fyrr, þegar á allt er litið og
að því er til þeirra kom. Og það er rneðal kraftaverkanna í
íslenzkri sögu, að vér skulum eiga þessa kirkju, að Gísli
biskup skyldi hafa áræði og orku til þess að koma slíku
mannvirki upp um sína daga, auk alls annars, sem honum
tókst að hrinda í framkvæmd. Hann kom að stóli 1755.
Sýslumaður Skagfirðinga, Björn Markússon, kunnur að hóf-
stillingu til orðs og æðis, hafði verið skipaður til þess að
veita stólnum forstöðu, meðan biskupslaust var. í eitt ár var
hann hér. Þegar hann var fluttur út að Hofi á Höfðaströnd
skrifaði hann í bréfi: „Ég vildi vinna til að sitja hér í nokk-
urn tíma upp á vatn og brauð aleina og vera laus frá Hólum
í því standi, sem þeir eru nú“.
Slík var aðkoman fyrir Gísla biskup. Og þó er það hans
kirkja, sem vér erum nú í, „ósambærilega bezta kirkja á ís-
landi“, að dómi þess víðförula manns, Eb. Hendersons, þeg-
ar hún var orðin ekkja hér, og enn er hún gersemi meðal
íslenzkra menningarmenja.
Það er dásamlegt árdegisskinið yfir Hólum, þegar þeir rísa
með Jóni Ögmundssyni í öndverðu. Það er mikill ljómi hér
yfir, þegar Guðbrandur stýrir stóli og vinnur sín óbrot-
gjörnu afrek. Og höfgur er rökkvinn, sem færist að, þegar
íslands óhamingja beindi nær öllum sínum vopnum að
staðnum. En þeir húmskuggar skyldu ekki hjúpa mynd