Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1975, Blaðsíða 77
FUNDARGERÐ STOFNFUNDARINS:
Frásögn
prestafundarins á Sauðárkróki, dagana 8.-9. júní 1898.
Árið 1898, miðvikudaginn hinn 8. dag júnímánaðar, var
prestastefna haldin á Sauðárkróki, og komu þar saman 16
prestar og prófastar, sem sé þessir:. Séra Pálmi Þóroddsson
(Höfða), séra Zóphónías Halldórsson (í Viðvík), séra Björn
Jónsson (Miklabæ), séra Vilhjálmur Briem (Goðdölum),
séra Jón Ó. Magnússon (Mælifelli), séra Hallgrímur M.
Thorlacius (Glaumbæ), séra Árni Björnsson (Sauðárkróki),
séra Sigfús Jónsson (Hvammi), séra Sveinn Guðmundsson
(Ríp), séra Ásm. Gíslason (Bergsstöðum), séra Eyjólfur Kolb.
Eyjólfsson (Staðarbakka), séra Hálfdán Guðjónsson (Breiða-
bólstað í Vesturhópi), séra Jón Pálsson (Höskuldsstöðum),
séra Bjiirn L. Blöndal (Hofi á Skagaströnd), séra Stefán M.
Jónsson (Auðknlu) og séra Hjörleifur Einarsson (Undir-
felli).
Prófastarnir í Skagafjarðar-, Eyjafjarðar- og Húnavatns-
sýslum hiifðu boðað til þessa fundar, og hver um sig hvatt
presta sína á prestastefnu þessa. Sökum veikinda gat prófast-
ur Eyfirðinga, séra Jónas Jónasson á Hrafnagili, ekki sótt
fundinn, og var enginn prestur úr Eyjafjarðarprófastsdæmi
viðstaddur.
Á undan fundinum gengu prestarnir til kirkju, og var
þar haldin opinber guðsþjónusta. Séra Zóphónías Halldórs-
son sté í stólinn og lagði út af 10. Passíusálminum, 11., 12.
og 13. v. („Þú guðs kennimann").
Þá söfnuðust menn saman í húsi sóknarprestsins, séra
Árna Björnssonar, er góðfúslega léði hús sitt til þessa fundar-
Sauðárkrókur. Komu þar saman 16 þrestar og prófastar árið 1898,
þegar prestafélagið á Norðurlandi var stofnað.
halds. Séra Árni bauð prestana velkomna á fundinn, og ósk-
aði að þessi samkoma mætti ltafa góðan árangur, og verða
prestum til gagns og gleði. Þá kvaddi hann séra Hjörleif
Einarsson, hinn elzta viðstadda prest, til þess að gangast fyr-
ir kosningu fundarstjóra og lnndarskrifara, og var þá fund-
arstjóri kosinn séra Zóphónías Halldórsson, en fundarskrif-
ari séra Björn L. Blöndal.
Málefni fundarins voru því næst tekin fyrir í þessari röð:
1. Um samtök presta. Prófasturinn í Húnavatnssýslu hélt
fyrirlestur um þetta mál, og hófust að því búnu umræður
út af honum. Lýstu allir ræðumenn yfir því, að þeir væru
innilega hlynntir félagsskap meðal presta. Loks var sam-
þykkt að setja nefnd í málið, er gerði ákveðnar tillögur og
kæmi fram með álit sitt fyrir fundarlok. í nefndina voru
kosnir þessir þrír: Séra Hjörleifur E. með 13 atkv., séra