Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1975, Blaðsíða 82
85
FÉLAGSLÍF
Séra Zóphónías vildi, að Húnvetnsku prestarnir skýrðu frá,
hvað gjört hefði verið í Húnavatnssýslu þessu viðvíkjandi,
og reynslu þeirra í þeim efnum. Lýstu þá nokkrir tilraunum
sínum í þá átt, og kom það fram, að ennþá voru engin reglu-
leg unglingafélög stofnuð nema í Undirfellssókn. Séra Zóp-
hónías var sammála séra Jóni í Mælifelli í þessu máli, áleit
nauðsynlegt að gera sér erfiðleikana ljósa, áður en ákvörðun
um stofnun félagsins væri gjörð. Kvaðst þó vilja styðja þetta
mál eftir mætti. Friðrik Friðriksson sagði, að aðal-byrjunin
lœgi, að sinu áliti, i þvi að prestarnir reyndu að undirbúa
nokkra unglinga, svo sem 2—3 i hverri sókn, er síðar yrðu
stofnendur eða leiðar slikra félaga undir umsjón og efirliti
prestsins. Séra Hjörleifur gat þess, að hann vissi til, að stifts-
prófastur Hall (frá Noregi) gerði ráð fyrir að koma hingað til
landsins í sumar, og væri hugmynd hans að reyna að stofna
hér á iandi félagsskap milli ungra manna. Væri æskilegt, að
prestar yrðu viðbúnir að skýra honum frá viðleitni sinni í
þessa átt, og gefa stiftsprófastinum bendingar um þetta efni
og vera honum liðsinnandi. Nokkrir fleiri töluðu í máli
þessu og voru allir meðmæltir kristilegum unglingafélög-
um, en töldu stór tormerki á að kom þeim á að nokkru ráði;
til þess þyrfti undirbúning á ýmsan hátt.
Eftir langar umræður varð að fundarályktun:
„Fundurinn álítur heppilegt, að prestarnir kynni sér,
livort kristileg unglingafélög muni geta þrifizt í prestaköll-
um þeirra, og ef svo er, gjöra þá undirbúning til þess, að
koma þeim á fót, þar sem þess er kostur“.
5. Barnaguðsþjónustur. Séra Björn Jónsson skýrði frá, að
hann og prófastur Zóphónías Halldórsson hefðu stundum
haldið sérstakar barnaguðsþjónustur, er hann áleit, að ver-
ið gætu til uppbyggingar. Fundarályktun: ,,að prestar haldi
sérstakar stuttar viðeigandi barnaguðsþjónustur í prestaköll-
um sínunr, þegar því verður við komið“.
Framhald á umræðum um samtök presta.
Séra Hjörleifur, formaður nefndar þeirra, er kosin hafði