Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1975, Blaðsíða 101
HÉRAÐSFUNDIR
104
gerir í því starfi. Vildu fundarmenn, að eftirlitsmaðurinn kæmi
reglulega til eftirlits í prófastsdæmið.
Aðalmál fundarins var um starfshætti kirkjunnar. Nefndir tvær
höfðu starfað milli héraðsfunda. Lögðu þær fram álit sín. Málið
var síðan rætt af miklu kappi fram á kvöld. Komu fram ýmis
sjónarmið og áhugi mikill að efla starf kirkjunnar sem mest.
Helztu niðurstöður umræðnanna voru: Að grundvallarbreytinga
á starfsháttum kirkjunnar væri ekki þörf, en sjálfsagt að auka fjöl-
breytni starfsins eftir föngum í hverri sókn. En aðstæður eru mjög
misjafnar, kemur þar til mannfjöldi sókna, einnig þéttbýli og strjál-
býli og samgöngur. Hlýtur safnaðarlíf að mótast eftir aðstæðum.
Kom greinilega fram í umræðunum, að reglubundnar kirkjuguðs-
þjónustur eru þýðingarmiklar, en jafnframt sé nauðsyn að hafa
bamaguðsþjónustur annaðhvort sérstakar eða aukalega með al-
mennum guðsþjónustum. Þá voru allir sammála að efla beri kirkju-
sönginn og styrkja söngstjórann sem bezt í starfi. Gott væri að
auka fjölbreytni í kirkjusöng og efla kórana, svo að þeir ráði við
stærri verkefni en aðeins að syngja sálmana.
Miklar umræður urðu um húsvitjanir, og var mjög mikil áherzla
lögð á að betur þurfi að rækja þær en nú er. Tóku til máls um þær
nær allir safnaðarfulltrúar og sumir oft. Húsvitjanir eru nauðsyn-
legar til að auka kynni prests og safnaðar, auka skilning á starfi
prestsins, en einnig skilur presturinn betur hug og ástæður safn-
aðarins. Vináttubönd verða treyst og allt kirkjustarf verður auð-
ugra. Sumir safnaðarfulltrúar lögðu á það áherzlu, að prestskonan
kæmi með prestinum í húsvitjanir, og einnig töldu þeir mikilsvert
að prestskonan kæmi með prestinum til messu á útkirkjum ekki
síður en heimakirkju.
Lögð var áherzla á, að fleiri taki þátt í almennu safnaðarstarfi en
nú er títt, kirkjustarfinu til eflingar og þeim sjálfum til blessunar.
Nefnd voru ýmis nýmæli, sem verið væri að reyna á sumum stöð-
um. Sjálfsagt er að reyna sem flest og halda því, sem gefur góða
raun. Gott væri að auka það, að prestar skiptist á messum í hinum
ýmsu prestaköllum og eins, að kirkjukórar fylgdu presti sínum.
Leggja þarf áherzlu á markvissari kristindómskennslu bæði í skól-
um og á heimilum. Auka þarf útgáfustarfsemi kirkjunnar. Fagnar
fundurinn því, sem gjört hefur verið á því sviði. Æskulýðsstarf-
semi kirkjunnar hefur aukizt gífurlega hin síðustu ár, en mætti
vera markvissara í boðun sinni. En vissulega ber að þakka það
sem áunnizt hefur, með byggingu sumarbúða og aukinni félags-
starfsemi á margan hátt.
Samstarf prestanna er mikilvægt og fer það vaxandi. Nú síðast