Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1975, Blaðsíða 41
HUGVEKJA
44
það bezt, að hún getur vanið fólk á þá andlegu hollustu-
hætti, að bera fram persónulegar fórnir fjár og tíma. Hún
getur gert veglega hluti í stórum þéttbýlum, en í fámenni
er hún ekki tómt sólskin.
í 3000 sálna byggð, sem ég var prestur í vestur við
Kyrrahaf, voru söfnuðir 14 trúfélaga, þ. á. m. 2 íslenzkir.
Flestir þeirra tórðu við kröpp kjör, þegar áður en kreppan
skall á, hvað þá síðar. Ellefu þeirra höfðu hróflað upp
smákirkjum, en í sumum þeirra sást sjaldan prestur.
Menn hugsa sér, að hin nýja Fríkirkja íslands muni fá til
sín meðlimi þjóðkirkjunnar nokkurnveginn með tölu. Ekki
er það nú víst. Manneðlið mun vera nokkuð samt við sig
hvar sem er. Menn þurfa ekki að vera guðleysingjar til þess,
að þeim þyki notalegt að losna við þau útgjöld, ábyrgð og
fyrirhöfn, sem ekkert trúfélag getur án verið.
Fyrir hálfri öld sýndu staðtölur, að í byggðum Bandaríkj-
anna voru 45—55% íbúanna utan trúfélags. Á styrjaldarár-
unum og siðan, er hverskonar taumleysi almennings hefir
farið vaxandi og tæknivæddum hryðjuverkum fjölgar of-
boðslega, hefir eitthvað af mannskapnum þar hrokkið við,
nuddað stírurnar úr augunum og séð, að siðgæðisgrundvöll-
ur efnishyggju og guðsafneitunar fyrirfinnst ekki. Fólk hefir
því farið að ganga í söfnuði, og hlutfallstala ,,trúaðra“ hefir
hækkað eitthvað að sögn. En um það hef ég ekki staðtöl-
ur. Hitt er víst, að í þessu fyrirmyndarlandi „aðskilnaðar-
ins“ eru heilir herskarar, tugir milljóna, sem aldrei koma
nálægt trúfélagi, nema — nema, þegar svo óþægilega og ólík-
lega stendur á, að útvega þarf prest. Nfl., þegar dauðsfall
ber að. Ég vona að það sé ekki óvingjarnlegt, að minna á
ummæli Meistarans: „Látum hina dauðu jarða sína dauðu“.
íslendingar eru enn alltof fámenn þjóð til þess, að frí-
kirkja þeirra gæti afborið, þótt ekki væri nema örlítið hlut-
fallsbrot af þeirri mannþurrð, sem nú var lýst.
Nærtækt er að spyrja, hvort þingeyska þéttbýlið, Húsavik,
gæti myndað starfhæfan söfnuð, kostað menntaðan prest og