Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1975, Page 68
71
MINNING
Páll V. G. Kolka
Páll Kolka andaðist 19. júlí 1971. Hann var fæddnr á
Pálsmessu 20. janúar 1895 á Torfalæk á Ásum, og hlaut í
heilagri skírn nafn hins sæla Páls postula. Voru foreldrar
Páls Guðmundur Guðmunds-
son,bóndi á Torfalæk á Ásum,
og Ingibjörg Ingimundardótt-
ir, smáskammtalæknis Sveins-
sonar á Tungubakka. Páll
varð stúdent 1913 og cand.
med. 1920 og var læknir í
Vestmannaeyjum til 1934, er
hann fékk Blönduóshérað,
sem hann þjónaði til 1960.
Páll var rómaður sem náms-
maður og gáfumaður, var
óvenju fjölhæfur, eins og títt
er um Húnvetninga. Hann
var ekki einungis mikilhæfur
læknir heldur líka gott skáld,
ritaði kjarnmikið mál, hneigð-
ur til ættvísi og þjóðlegra fræða og húsagerðarlistar. Þá var
hann alla ævi trúmaður og kom oft fram sem málsvari hinn-
ar heilögu kirkju. Gerðist hann mjög handgenginn séra
Friðrik Friðrikssyni í K.F.U.M. á sínum skólaárum og vann
að framgangi þess félags veturinn 1913—14, er séra Friðrik
fór til Vesturheims. Þá innritaðist Páll í Guðfræðideild Há-
skólans og sótti kristilegt alþjóðamót stúdenta í Danmörku
og Svíþjóð árið 1914.
Á Háskólaárum sínum kvæntist Páll 3. nóvember 1916
Guðbjörgu Guðmundsdóttur frá Hvammsvík í Kjós, en hún
var fædd 8. október 1889, dóttir Guðmundar Guðmunds-
Pdll V. G. Kolka.