Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1975, Side 133
FRÉTTIR
136
Frá Siglufirði
Rösklega 40 ár eru nú síðan Siglfirðingar reistu hina
myndarlegu kirkju sína. Mikill stórhugur var að baki þeim
framkvæmdum, en kirkjan var byggð á miklum erfiðleika-
tímum. Hún er enn ein af stærstu kiykjum landsins, skipið
eitt er tæplega 35 metrar á lengd og rúmar um 400 manns
í sæti. Siglfirðingar hafa jafnan haft sterkar taugar til kirkju
sinnar, hirt hana vel, búið hana góðum munum t. d. ágætu
11 radda pípuorgeli og síðast en ekki síst, sótt hana vel.
I júnímánuði sl. strax eftir þrenningarhátíð var hafist
handa um miklar endurbætur á kirkjunni. Var brýn nauð-
syn að nema burt alla hina 10 stærstu glugga kirkjunnar,
en þeir voru úr járni, mjög lasnir orðnir og gagnlitlir. í
þeirra stað voru settir sterklegir gluggar úr kjörviði og þeir
glerjaðir tvöfalt.* Einnig var skipt um allar sperrutær,
þakplötur endurnýjaðar að hluta og múrverk lagfært utan
og innan.
Það sem í fyrstu hratt þessum rækilegu endurbótum var
sú stórhuga samþykkt sóknarnefndarinnar að fá í glugga
Siglufjarðarkirkju steint gler. Var hafist handa haustið
1972 um að leita eftir góðum listamanni og aðiljum er
gætu tekið að sér smíði og uppsetningu mynda úr lituðu
gleri. Var afráðið að snúa sér til hinna þekktu listaverka-
smiða, Oidtmann bræðranna frá Linnich í Þýskalandi, en
þeir eru að góðu kunnir hérlendis vegna margvíslegra
mynda, er þeir hafa sett upp á íslandi, bæði steinda glugga
og mósaik myndir. I samráði við þá var listakonan Fraulein
Katzgrau fengin til að teikna myndir í gluggana, en hún er
víðfræg fyrir frumlegar listasamsetningar og hugmyndauðgi
í myndagerð sinni. Er skemmst frá því að segja, að þessu
Gluggana teiknaði Ragnar Emilsson, arkitekt, á mjög smekklegan hátt.