Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1975, Blaðsíða 102
105
HÉRAÐSFUNDIR
með sumarmóti presta og prestkvenna, er haldið hefur verið þrjú
undanfarin ár á Vestmannsvatni. Þörf væri að koma á námskeiði
eða fundum með sóknarnefndum til að örva þær í starfi og upplýsa
þær enn betur um starfið. Þó að margar starfi vel og þekki sitt
starf, þá koma nýir menn inn stöðugt og þurfa leiðbeiningar.
Kirkjukvöld eru nauðsynleg, jafnvel kirkjuvikur og var sam-
þykkt að reyna að koma á einni slíkri á öndverðum vetri. Fyrir
nokkrum árum voru haldnar kirkjuvikur í prófastsdæminu og
þóttu vel takast. Rætt var nokkuð um helgi hvíldardagsins og hvað
gera mætti til að efla virðingu helgihaldsins. Allir vita hve mjög
eru brotin lögin um hvíldardagshelgina.
Fundurinn stóð fram á kvöld. Veður var mjög slæmt þennan
dag, rok og rigning, en snjókoma til heiða. Dró það úr fundarsókn
úr N.-Þingeyjarsýslu, en nær allir fulltrúar úr S.-Þing. voru mættir,
enda skemmra að sækja. Mættir voru sóknarnefndarmenn úr
nokkrum sóknum og nokkrar prestskonur. Fundarmenn nutu
rausnarlegs kvöldverðar í boði sóknarnefndar Neskirkju.
Eftir langan fund og fjörugan sleit prófastur fundi, þakkaði
fundarmönnum daginn, bað öllum blessunar Guðs og óskaði mönn-
um góðrar heimferðar. Allir sungu að lokum sálmvers sr. Hall-
gríms: Son Guðs ertu með sanni.
Sigurður Guðmundsson.
f brjósti hvers manns
J. Cronin hortir yfir líf sitt og segir í endurminningum sínum:
Á þessum hraðfleygu árum hefir mér lærst, hver dyggð er fólgin i um-
burðarlyndinu, í hófscmi í hugsun og athöfnum í tillitssemi gagnvart sam-
ferðamönnum, en allt þetta skorti mig tilfinnanlega á yngri árum.
Ég hefi einnig sannfærzt um, hvílík blekking það er, að sækjast eftir ver-
aldlegum verðmætum. Heiður og vegsemd veita skammvinna ánægju.
Framar öllu cr cg sannfærður um, að í brjósti hvers manns býr þörf eftir
Gttði, sem ekki verður bæld niður né afneitað. Við getum ekki sagt skilið
við guðlegan uppruna okkar. Ekkert getur komið í stað Guðs. Hvort sem
við gerum okkur þess grein eða ekki, lifum við í honum. Maðurinn sjálfur
er ímynd hans.