Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1975, Blaðsíða 124
Frá sýningunni: Jón Arson biskup (Rurik Haraldsson) i fullum skrúða
og menn hans á Ilólastað. Ljósm. Stefán Pedersen.
Arasyni eftir Matthías Jochumsson og var leikritið leikið
undir berum himni í hinu fegursta veðri og heitasta de°i
sumarsins. Fyrsti þáttur leikritsins var fluttur fyrir dyrum
dómkirkjunnar. Auk leikara Þjóðleikhússins tóku bændur
úr Hjaltadal og Óslandshlíð þátt í leiksýningunni, sem var
í senn áhrifamikil og minnisstæð öllum er á horfðu. Há-
tíðarræðuna flutti dr. Broddi Jóhannesson, skólastjóri.
127
FRÉTTIR
Kl. 3,30 e. h. var klukkum dómkirkjunnar hringt og
gengu prestar úr Hólastifti hempuklæddir til kirkju, þar
sem hátíðarguðsþjónusta fór fram. Sr. Árni Sigurðsson form.
Hólafélagsins flutti predikun, sr. Sigfús J. Árnason á Mikla-
bæ, sr. Ágúst Sigurðsson á Mælilelli og sr. Pétur Sigurgeirs-
son, vígslubiskup, þjónuðu fyrir altari. Kirkjukór Sauðár-
krókskirkju söng undir stjórn Jóns Björnssonar, söngstjóra.
Að guðsþjónustunni lokinni var stytta Guðmundar góða
Hólabiskups afhjúpuð. Emma Hansen, prófastsfrú á Hólum
afhjúpaði minnisvarðann og flutti kvæði sitt um Guðmund
góða. Sr. Pétur Sigurgeirsson, vígslubiskup, flutti ávarp og
Guðmundur Jónsson, garðyrkjumaður, er var aðalhvatamað-
ur að uppsetningu styttunnar, flutti þakkarorð. Styttunni
var valinn staður í nánd prestsseturshússins og er eftir
Gunnfríði Jónsdóttur, myndhöggvara. Talið er að um 5 þús.
manns hafi komið heim á staðinn þennan þjóðhátíðardag.
Á vegum Hólafélagsins var á sumrinu 1974, hafist handa
um hleðslu nýs kirkjugarðs á Hólum. Garðurinn, er byggð-
ur var árið 1910 og var að hruni kominn, var brotinn niður
og nýr garður hlaðinn úr íslenzku grjóti, er tekið var utan
af Skaga. Miðaði verkinu vel áfram og nær gengið frá tveim
hliðum kirkjugarðsins.
Aðalsteinn Steindórsson, eftirlitsmaður kirkjugarða hafði
umsjón með verkinu, en Einar Þorgeirsson, garðyrkjumað-
ur hafði verkstjórn á hendi.
Vonir standa til að hægt verði að halda verkinu áfram
á næsta sumri.
Eftirfarandi ályktun barst Hólafélaginu frá Fjórðungs-
sambandi Norðlendinga, dags. 26. september 1974:
„FjórðungSþing Norðlendinga haldið í Reykjaskóla,
Hrútafirði 26.-28. ágúst 1974 áréttar stuðning sinn við
viðleitni Hólafélagsins og tillögu sýslunefndar Skaga-
fjarðarsýslu um eflingu Hólastaðar, sem kirkju- og
menningarseturs m. a. með stofnun biskupsgarðs þar.“