Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1975, Blaðsíða 152
155
FRÉTTIR
Þessi kirkja var byggð árið 1846 af hinum alkunna kirkju-
smið, Þorsteini Danielssyni á Skipalóni. Hún var afhelguð
1957, þegar nýja Svalbarðskirkjan var vígð. Vígslubiskup
Hólastiftis, séra Pétur Sigurgeirsson endurvígði kirkjuna.
Vígsluvottar voru: Séra Stefán Snævarr prófastur Dalvík,
séra Birgir Snæbjörnsson, sem predikaði, séra Bolli Gústavs-
son Laufási, séra Bjartmar Kristjánsson Laugalandi og séra
Þórhallur Höskuldsson Möðruvöllum. Bæn í kórdyrum
flutti séra Rögnvaldur Finnbogason, Siglufirði. Organisti
var Jakob Tryggvason, kirkjukór Akureyrar söng. Með-
hjálpari var Björn Þórðarson. Athöfnin hófst með skrúð-
göngu frá Kirkjuhvoli og auk kennimanna voru í skrúð-
giingunni sóknarnefndarmenn Akureyrarkirkju og stjórn
salnsins. Stjórnarformaður var Jónas heitinn Kristjánsson
lyrrv. mjólkursamlagsstjóri. Þórður Friðbjarnarson sam-
hringdi kirkjuklukkunum og í upphafi messunar var sung-
inn vígslusálmur ortur af þessu tilefni af Kristjáni skáldi
frá Djúpalæk. Sálmalagið samdi Sverrir Pálsson skólastjóri,
en þeir eiga báðir sæti í stjórn safnsins.
Að lokinni vígslu var öllum viðstöddum boðið til kaffi-
drykkju að Hótel KEA. Hófinu stýrði Jónas Kristjánsson en
aðalræðuna flutti Sverrir Pálsson, þar sem hann rakti ýtar-
lega sögu þessa máls, bréfaviðskipti og annað, sem áhræðri
flutning kirkjunnar og staðsetningu. Margar ræður voru
fluttar. Með ræðu, sem séra Bolli flutti, færði hann kirkj-
unni bókagjafir frá sér og konu sinni frú Matthildi jóns-
dóttur. Bækurnar voru messubók séra Sigurðar Pálssonar
vígslubiskups og gömul útgáfa passíusálmanna. Hófinu lauk
með })ví að sunginn var þjóðsöngurinn. Brúðkaup og skírnir
liafa farið fram í kirkjunni síðan og þar hafa einnig verið
fluttar guðsþjónustur. Minjasafnskirkjan bætir vissidega til
muna þann skaða sem varð, þegar gamla Akureyrarkirkjan
var rifin. Nú vakir þetta „gamla, lága guðshús" í hvammin-
um við Hvol, til þess að vera musteri Akureyrarkaupstaðar
hið þriðja (hinar tvær kirkjurnar eru Akureyrar- og Lög-