Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1975, Blaðsíða 33
KIRKJUSAGA
36
vörður komst að orði. Hér verður eigi rakin sú saga. Litrík
er ævi þessa skáldkonungs íslenzku þjóðarinnar. í ævi hans
tengjast saman sterkar andstæður, furðuleg mistök óláns-
mannsins og stórsigrar meistarans. Það Hggur við borð, að
hann sé að týnast í Kaupmannahöfn, þegar honum gefst aft-
ur tækifæri til að fara í skóla. Hann er fátækur húski á
Suðurnesjum og fer um Skálholstsstað og kemur þaðan
kennimaður. Kvonfang hans bar að með ólíkindum, er hann
kynnist Guðríði Símonardóttur. Fokið virðist í hvert skjól
og bær hans brennur. En „hér er skáld, er svo vel söng, að
sólin skein í gegnum dauðans göng“.
Með þeirri sömu skáldagáfu, sem hann yrkir sig út úr
húsi á Hólum í Hjaltadal, yrkir hann sig inn í hjörtu þjóð-
arinnar. Þegar Brynjólfur biskup Sveinsson við kirkjuskoð-
un í Saurbæ tók vitni um embættisfærslu og aðra kosti séra
Hallgríms, er þess getið í vísitazíubók biskups, að svör
sóknarmanna hafi verið heldur hróslítil. En nú má heita, að
hvert mannsbarn hrósi Hallgrími og lofi hann fyrir ljóðin
ódauðlegu.
Ævistarf sitt vann séra Hallgrímur á Faxaflóasvæðinu, en
hann kom að norðan. Séra Hallgrímur var Norðlendingur
kominn úr Hólastifti. Við minnumst Norðlendingsins um
leið og við tökum undir með alþjóð, að þakka skáldprestin-
um og passíusálmahöfundinum þær dýrmætu andans gjafir,
sem hann gaf þjóð sinni og þrjár aldir votta, hvers virði
eru kristni þessa lands.
Á fundi sínum nýlega ákvað stjórn Prestafélags Hólastift-
is, að fá Ijósprentað eintak af eiginhandarhandriti passíu-
sálma séra Hallgríms og koma því fyrir í Hóladómkirkju
til að minna þar á verk þetta og höfund þess. Þá ræddi
stjórnin um það að koma fyrir mynd af séra Hallgrími í
Grafarkirkju. Báðir verða staðir þessir tengdir minningu
séra Hallgríms.