Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1975, Blaðsíða 132
135
FRÉTTIR
hann fleygir frá sér manntign sinni og setur sjálfan sig, oft
án þess að hann eða aðrir veiti því eftirtekt, í flokk skyn-
lausra málleysingja. Hin sanna menntun, hin sanna velferð
hins einstaka sem félagsins heita afneitun og sjálfsstjórn.
Afneitun hjá mér hér, er sama sem sjálfsafneitun, og hvað
er hún þá?
Ég skammast mín ekkert fyrir, að taka svarið úr barnalær-
dómskveri Helga: „Sjálfsafneitun (eða afneitun) er það, að
láta móti tilhneigingum sínum, til að geta stjórnað sér, van-
ið sig af því sem rangt er og styrkst í hinu góða“. En hér
er nú eigi talað um afneitun eða tilhneigingamótstöðu
nema í einu tilliti, en því þó fjarska mikilvægu, það sem
áfengið eða alkóhólið snertir ....
Sannleikurinn þarf þúsund, þúsund sinnum að segjast
og sýnast, þangað til hann kemst í verk. Sannleikurinn ótt-
ast eigi villuna, ljósið eigi myrkrið. Hófið, fyrsta stig áfengis-
drykkjunnar, er háskalegt, því það er margsannað, að það
getur leitt til tímanlegrar og eilífrar glötunar, til ótölulegra
óheilla fyrir njótanda sjálfan og aðra, já til alls konar glæpa.
Að þjóna Bakkusi er mjög líkt því að þjóna bróður hans
Mars, hergoði. Æfinlega særast einhverjir, limlestast eða
falla, en það er einskis manns að vita fyrir fram hverjir þeir
verða. . . .
Eitt er sláandi, að bestu og efnilegustu mennirnir verða
jafnaðarlega, minnsta kosti oft, verst útleiknir. Slíka menn
má alls ekki fyrirlíta, heldur ber að skoða þá sem andlega
eigi síður en líkamlega sjúklinga, menn með brotnum vilja,
sem gæti þó læknast að mestu leyti eða nokkurn veginn vel,
ef þeir væru umgirtir með fjölmennu og kröftugu bindindi.
P. S.