Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1975, Page 145
FRÉTTIR
148
Þar er skipið skírt og blessað
Hvaða samband getur verið milli bæjarins Marstrand í
Svíþjóð og Skagastrandar í Húnavatnssýslu? Það er saga að
segja frá því. Kirkjuritið 1964, var með frétt um að vél-
smiðjustöðin í Marstrand hefði smíðað fiskiskip fyrir íslend-
inga. Áður en báturinn var afhentur fóru tilvonandi skip-
stjórnarmenn hans þess á leit, að helgistund færi fram um
leið og skipið legði í sína fyrstu för út á hafið. Þetta var
gert. Sænski presturinn lagði út af orðunum 5. Móseb. 33,
27. Svíar og íslendingar sungu sálm og beðin var sjóferða-
bæn.
Á sjómannadegi á Skagaströnd fyrir nokkrum árum flutti
prófastur predikun svo sem venja er til. Hann sagði frá at-
vikinu og forstöðumenn skipasmíðastöðvarinnar í Skaga-
strönd tóku hugmyndinni vel. Skipasmíðastöðin er hluta-
félag, stofnað 1970.
Skemmst er frá því að segja, að séra Pétur prófastur hefir
helgistund við sjósetningu báta frá stöðinni. Þessar athafn-
ir hafa farið fram á fimmtudögum kl. 5 síðdegis. Viðstaddir
eru forráðamenn og starfsmenn skipasmíðastöðvarinnar, eig-
endur bátsins og skipshöfn og aðrir gestir. Guðmundur
Lárusson byggingameistari býður gesti velkomna fyrir hönd
skipasmíðastöðvarinnar og lýsir því yfir, að skipinu verði
gefið nafn. Skírn skipsins fer þá fram eftir hinni gömlu
hefðbundnu reglu við slík tækifæri. Prófastur les sígilda
sjóferðabæn, flytur hugleiðingu út frá einhverjum texta, fer
síðan með Faðir vor og blessunarorð hinum nýja farkosti
og skipshöfn til heilla og blessunar. Fyrir hönd skipasmíða-
stöðvarinnar afhendir prófastur svo eintak af heilagri ritn-
ingu handa skipinu, en Guðmundur Lárusson ber fram
þakkir öllum, sem unnið hafa við skipið og flytur lokaorð.
Pétur Þ. Ingjaldsson.