Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1975, Blaðsíða 84
87
FÉLAGSLÍF
„Fundurinn iætur í ljósi ósk sína um, að lög séu gefin, er
fyrirskipi barnapróf".
Flutningsmaður tók að sér málið aftur til frekari umhugs-
unar og undirbúnings.
7. Um að skerpa tilfinngu manna fyrir helgi hjónabands-
ins og vanhelgi þess, að ógiftar persónur lifi saman eins og
hjón. Flutningsmaður þessa máls var séra Eyjólfur Kolbeins.
Hélt hann all-langa tölu um þetta efni, og var það síðan rætt
um hríð.
Samþykkt var svohljóðandi ályktun:
„Fundurinn er einhuga á því, að það efli félagsheildina og
sé æskilegt, að tilfinning manna fyrir helgi hjónabandsins
sé skörp, og að prestarnir stuðli að því að skerpa hana þar
sem þess er þörf“.
8. Tillaga frá séra Eyjólfi Kolbeins þess efnis, að 3 prest-
ar, nefnilega séra Halldór Bjarnarson á Presthólum, séra
Björn Þorláksson á Dvergasteini og séra Magnús Bl. Jóns-
son, Vallanesi, verði beðnir um, að segja af sér prestskap.
Flutningsmaður þessa máls lýsti hinu hryggilega ástandi, er
hann hefði frétt að ætti sér stað í söfnuðum ofangreindra
presta, og mælti eindregið með uppástungu sinni. Urðu
margir til að taka til máls, og tóku flestir í sama strenginn,
en sumum virtist þó ekki heppilegt að beina þessu að prest-
unum sjálfum, heldur kirkjustjórninni. Var að lokum sam-
þykkt með meiri hluta atkvæða svohljóðandi ályktun:
„Með því að fundarmenn hafa lesið og heyrt, að ofan-
greindir prestar hafi ár eftir ár lifað í ófriði við sóknarbörn
sín, og með því að fundurinn eindregið álítur, að þeir þar
af leiðandi vinni ekki söfnuðum sínum það gagn í sáluhjálp-
arefnum, sem prestum, samkvæmt hinni háleitu stöðu
þeirra, ber að vinna, þá óskar fundurinn, að kirkjustjórnin
geri það sem í hennar valdi stendur til þess, að þeir segi af
sér embætti".
9. Eftir tillögu séra Eyjólfs Kolbeins, var það samþykkt í
einu hljóði, að fundurinn sendi séra Valdimar prófasti