Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1975, Blaðsíða 97
HÉRAÐSFUNDIR
100
Samþykkt var að senda nýskipuðum söngmálastjóra heillaóska-
skeyti og bjóða hann velkominn til starfs. Samþykkt var einnig að
senda sr. Gunnari Gíslasyni skeyti með ósk um góðan bata og
bjarta framtíð.
Sóknarpresturinn í Hofsósi, sr. Sigurpáll Óskarsson, bauð öllum
fundarmönnum að þiggja veitingar í prestsbústaðnum.
í fundarlok flutti prófastur bæn og fundarmenn risu úr sætum
og sungu: Gefðu að móðurmálið mitt, og Son Guðs ertu með sanni.
Guðmundur L. Friðfinnsson. Björn Björnsson.
Sign. Sign.
HÉRAÐSFUNDUR
EYJAFJARÐARPRÓFASTSDÆMIS 1974
Héraðsfundur Eyjafjarðarprófastsdæmis var haldinn í Akur-
eyrarkirkju sunnudaginn 20. okt. og hófst hann að lokinni guðs-
þjónustu, þar sem síra Birgir Ásgeirsson, Siglufirði, predikaði, en
staðarprestar þjónuðu fyrir altari. Kór kirkjunnar leiddi söng
undir stjórn organistans Jakobs Tryggvasonar.
Prófastur setti héraðsfundinn í messulok og flutþ ávarp, þar sem
hann rakti nokkuð kirkjulega atburði innan prófastsdæmisins á
liðnu héraðsfundarári. Að loknu ávarpi hans var gert fundarhlé
og þágu fundargestir, bæði fulltrúar og aðrir, kaffiveitingar á veg-
um safnaða Akureyrar- og Lögmannshlíðarkirkna, en konur úr
Kvenfélagi Akureyrarkirkju sáu um veitingarnar af mikilli rausn
og skörungsskap. Hlutu konurnar innilegt lófaklapp í veislulok
fyrir frammistöðu sína.
Fundi var síðan framhaldið. Prófastur lagði fram dagskrá í sjö
liðum. Fyrst á dagskrá var skýrsla prófasts. Skv. þeirri skýrslu
hafa verið fluttar 460 messur í prófastsdæminu árið 1973 og eru
þær þá litlu fleiri en árið áður. Kirkjugestafjöldi er ekki tilfærður
nema hjá helmingi prestanna. Samkvæmt þeim tölum virðist hver
maður koma 3—4 sinnum í kirkju á árinu. Þá er aðeins miðað við
guðsþjónustur, en ekki t. d. jarðarfarir eða aðrar athafnir, sem
myndu hækka þessa tölu mjög mikið. Þetta er miðað við heildar-
tölu safnaðarins frá hvítvoðungi til karlægra gamalmenna. Pró-
fastur gat þess að nokkuð væri talað um lélega kirkjusókn, en
hávaðasamastir væru þeir, sem aldrei kæmu í kirkju sjálfir og
vissu ekkert um það starf, sem þar fer fram.