Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1975, Page 16

Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1975, Page 16
19 KIRKJUSAGA var hér til þess að biðja fyrir íslandi, að sárin mættu gróa og aftur birta og hlýna í landinu kalda. Og hvert er erindi vort, gestir á Hólahátíð, annað en þetta? Og hvað annað býr þeim í hug, sem vitja þessa staðar yfirleitt og opna barm sinn fyrir þeim blæ, sem býr að baki alls, sem augun sjá á þessum stað? En hátíð var ekki á Hólum í ágúst 1814. Og engum var hátíð í hug, sem hér var þá eða hingað kom. En samt var koman hingað einn hinn eftirminnilegasti atburður, sem hinn erlendi íslands-vinur lifði á ferð sinni um landið. Hann hitti hér fyrir Gísla, son Jóns biskups Teitssonar, hann var þá bóndi hér á hálfri jörðinni, skólalærður samt og varð síðar prestur, merkur maður. Þeir ganga saman til kirkju. „Hún hefur verið fallegt hús“, segir Henderson, „og er ennþá ósambærilega bezta kirkja á íslandi. . . ennþá heil og naumast nokkur hrörnunarmerki á henni að sjá“. Hann dáist mjög að þeim gripum, sem í kirkjunni eru, einkum altarisbríkinni. Hann stendur um stund í þögulum hugleiðingum við gröf Guðbrands og hugsar um það, „hve óþreytandi hefði verið áhugi þessa ágæta kirkjuhöfðingja að búa Heilaga Ritningu í hendur landsmönnum sínum“. Þegar þeir koma út úr kirkjunni, biður hann Gísla að sýna sér, hvar prc-ntverkið hafði staðið, þar sem prentuð var fyrsta Biblían á íslenzku. Gísli greip saman höndunum, seg- ir Henderson, minntist brottflutnings skóla og biskupsstóls og bætti við: „Því er miður, að vér höfum líka verið sviptir prentverkinu og prentsmiðjuhúsið er búið að gera að fjósi". Henderson heldur áfram: „Báðir hörmuðum við, að dánarráðstafanir guðhræddra manna skyldu falla í hendur þeim mönnum, er óvirtu þær, og eignirnar vera notaðar á allt annan hátt en þeir höfðu berlega fyrir lagt að dauða komnir. Guðbrandur stofnaði prentverkið með ærnum til- kostnaði og lét ekkert ógert til þess, að það mætti verða sem fullkomnast, mörg áhöldin fann hann sjálfur upp og smíð- aði...“ Síðan víkur Henderson að þeirri ráðstöfun að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173

x

Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis
https://timarit.is/publication/39

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.