Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1975, Blaðsíða 79
FÉLAGSLÍF
82
Stefán M. ]. með 11 atkv. og séra Jón Ó. M. með 10 atkv.
— Fundarstjóri lýsti yfir óánægju fundarins yfir því, að eng-
inn prestur úr Eyjafjarðarprófastsdæmi skyldi sækja fund
þennan, en óskaði að mega telja þá vísa hluttakendur í fé-
lagsskap þessum.
2. Hvernig eiga prestar að prédika. Séra Zóphónías pró-
fastur hóf umræður um þetta efni. Kvað hann erfitt mundi,
að gefa ákveðnar reglur fyrir prédikunaraðferð presta. Eók
hann þá fram ýms atriði, svo sem að víkja ekki frá hinum
rétta og sanna grundvelli, sem öllum prestum væri sjált'gef-
inn. Hann taldi heppilegt, að prestar leiddu daglega lífið
sem mest inn í rœður sinar, en þess yrðu allir að gceta jafn-
framt, að hneyksla ekki hina veikari hrœður. Séra Eyjólfur
Kolbeins talaði all-langt erindi og lagði mikla áherzlu á, að
prestar breyttu aðferð sinni í þá átt, að prédika blaðalaust.
Kvað hann hverja ræðu missa af krafti sínum og áhrifum,
er hún væri lesin upp af blöðum. Spunnust út af því tals-
verðar umræður, og voru flestir mótfallnir uppástungu séra
Eyjólfs, en létu þó í ljósi, að þetta mundi ekki vera neitt
aðalatriði. — Þá er hér var komið, var gert fundarhlé um
stund. Að 2 klst. liðnum var fundur aftur settur.
Fundarstjóri gat þess, að ýmsir óviðkomandi menn hefðu
óskað þess, að fá að hlýða á ræður fundarmanna, en prest-
arnir létu í ljósi, að þeir væru mótfallnir því, þar eð fund-
ur þessi yrði að skoðast alveg sérstakur fyrir prestana.
Þá bar fundarstjóri það upp, að stud, theol. Friðriki Frið-
rikssyni, sem fengið hafði leyfi til að sitja á fundinum, yrði
veitt málfrelsi, og var það samþykkt með öllum atkvæðum.
Eftir það var umræðunum um prédikunaraðferðina hald-
ið áfram. Og að lokum samþykkt svohljóðandi fundarálykt-
un:
„Fundurinn álítur heppilegt, að prestar beini ræðum sín-
um sem mest inn í daglega lífið og sýni, hversu kristindóm-
urinn eigi að hafa helgandi og endurskapandi áhrif á það.
Annars ráði hver prestur aðferð sinni. Að presturinn prédiki