Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1975, Blaðsíða 171
FRÉTTIR
174
nýju útivistarsvæði Akureyringa, er liggur skammt framan
við Akureyri. Þar sðng samkór Kirkjukórasambands Eyja-
fjarðarprófastsdæmis m. a. þjóðlög undir stjórn Jakobs
Tryggvasonar, en Áskell Jónsson hafði veitt mikla aðstoð
við æfingu þeirra. I Kjarnaskógi sá og séra Pétur Sigurgeirs-
son, vígslubiskup um helgistund.
Hér heíur verið farið fáum orðum um þátt kirkjunnar
í hátíðarhöldum tengdum þjóðhátíð í Hólastifti. Ugglaust
hefur undirrituðum yfirsést í einhverjum tilvikum, án þess
að það sé gert með ráðnum hug. Tæmandi upptalning er
auðvitað ekki aðalatriði í þessu greinarkorni, heldur hitt
að hér er reynt að benda á þann stóra hlut, er kirkjan og
starfsfólk hennar hefur lagt af mörkum til hátíðarhalda
þessa merkisárs. Vér Islendingar getum verið glaðir að loknu
hátíðarári. Samhugur og menningarbragur einkenndi 1100
ára afmælisveislu þjóðarinnar. Guði séu þakkir fyrir það
allt. Hann gefur ævinlega gleði, styrk og sáluhjálp fyrir Son-
inn, Jesúm Krist. Guð verði oss ævinlega athvarf og þjóðin
— kirkja Krists.
Siglufirði, apríl 1975.
Birgir Ásgeirsson.
Sumarið 1973 fór fram gagnger lagfæring og endurbót
á mörgum gömlu minnismerkjanna í gamla kirkjugarðin-
um á Möðruvöllum í Hörgárdal. Verki þessu stjórnaði Að-
alsteinn Steindórsson, Rvk., eftirlitsmaður kirkjugarða, en
með honum kom einnig m. a. Marteinn Davíðsson, sem
kunnur er fyrir múrskreytingar. Nokkrir heimamenn unnu
einnig að þessu verki. í kirkjugarðinum á MöðruvöIIum
hvíla margir þjóðkunnir menn, svo sem amtmennirnir Stef-
án Þórarinsson, Grímur Jónsson, Bjarni Thorarensen, skáld,
og Jörgen Pétur Hafstein, en á leiðum þeirra allra og nokk-