Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1975, Blaðsíða 129
FRÉTTIR
132
Skálholtsstaður og ísleifur Gissurarson biskup, Hólar í
Hjaltadal og Jón Ögmundsson biskup, munkur við skrift-
ir tákn sagnaritunar í klaustrunum, siðaskiptin lýst með
aftöku Jóns Arasonar biskups og þýðingu Odds Gottskálks-
sonar á Nýja-Testamenntinu, Guðbrandur Þorláksson bisk-
up og biblíuútgáfa hans, séra Hallgrímur Pétursson og
hinn þyrni krýndi Kristur, séra Matthías Jochumsson og
þjóðsöngurinn, vígsla Akureyrarkirkju hinn 17. nóvember
1940 og æskulýðsstarfið með fermingarheitið að leiðarsteini
og ljósin þrjú fyrir Guð, náungann og ættjörðina.
Gefendum glugganna og öllum þeim, sem skapað hafa
þessi listaverk, færir söfnuður Akureyrarkirkju bestu þakkir.
Um leið er þess innilega beðið, að sem flestir njóti fegurð-
arinnar, sem í þessum verkum felst, og blessunar frá þeim
boðskap, sem listaverkariiðin flytur þeim er á horfa.
Birgir Snæbjörnsson.
Gjöf í tilefni 100 ára minningar
Sl. sumar var minningarguðsþjónusta í Tjarnarkirkju um
Lilju Daníelsdóttur Sólnes, sem hefði þá orðið 100 ára
(f. 24. júní 1874, d. 2. des. 1939). — í tilefni þessa afmælis
færðu Jón G. Sólnes og Leifur Hannesson slysavarnarfé-
laginu á Dalvík 50 þúsund krónur frá ættingjum Lilju.
Þá fór fram í Vallakirkju minningarguðsþjónusta Önnu
Stefánsdóttur húsfreyju Hofsárkoti, en hún hefði einnig
átt aldarafmæli á liðnu ári (f. 0. des. 1874, d. 23. nóv. 1957).