Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1975, Blaðsíða 35
KIRKJUSAGA
38
áður setzt að austur í Ontaríófylki, en hafði ákveðið að
færa sig um set, eftir að nokkrir menn höfðu rannsakað
landkosti meðfram vatninu og mælt með því, að hópurinn
flytti þangað. í þessari fyrstu ferð er talið, að hafi verið eitt-
hvað á fjórða hundrað manns.
Með þessum orðum lýsir séra Jakob Jónsson, dr. theol, því
í riti Árna Bjarnasonar, bóksala, tileinkuðu sameiginlegum
málefnum íslendinga austan hafs og vestan, hvernig íslend-
ingar stofnuðu Nýja-ísland í Ameríku fyrir einni öld. Það
var síðasti sumardagur um nónbil. Kvöldið kom og hvergi
var húsaskjól. Landnemarnir bjuggu um sig í farangri og
dóti, sem þeir báru á land. Fátt var til bjargar þessa fyrstu
nótt. En dagur rann í trú á framtíðina og í trausti til Guðs.
Fólkið byggði sér bjálkakofa og dró fisk um vakir á Winni-
pegvatni. Engar skepnur voru með frumbyggjunum utan
hvolpur einn, sem innflytjandi fékk að gjöf á norðurleið.
Fyrsta bæjarstjórnin var kosin á Gimli: Ólafur Ólafsson
frá Espihóli, Friðjón Friðriksson frá Harðbak, Jakob Jóns-
son frá Munkaþverá, Jóhannes Magnússon frá Stykkishólmi
og skozkur maður, er tók ástfóstri við Íslendinga.
Fólksflutningar frá íslandi í vesturátt hófust fyrir alvöru
upp úr 1870. Áður höfðu nokkrir sunnlendingar í Vest-
mannaeyjum ánetjast Mormónatrú og fluttu þeir um Kaup-
mannahöfn til Utah í Bandaríkjunum. Hópur íslendinga
fór þá til Brazilíu.
Frá 1870 til upphafs fyrri heimsstyrjaldar er talið, að 12—
20 þúsund manns hafi farið frá íslandi til Vesturheims. Þá
var mjög hart í ári á Norðurlandi. Menn eygðu vart aðra
leið sumir hverjir, sér til lífsbjargar en að leita til Ameríku.
Þar var látið skína í gull og græna skóga. Vesturfarar
hrepptu veður hörð og útivist langa. Meðal hinna fyrstu
var Páll Þorláksson frá Stóru-Tjörnum, frumherji kirkju-
legs starfs hjá Vestur-íslendingum og Norðmönnum.
Landar okkar höfðu í vegarnesti trú sína og þjóðerni.
Hvort tveggja dugði þeim. Löngum hafa þeir tveir þættir