Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1975, Blaðsíða 44
47
HUGVEKJA
staflegan óskeikulleik Ritningarinnar og taka sér þannig al-
ræði yfir hugsun fylgjenda sinna og allmikið vald yfir tekj-
um þeirra og tíma.
Illa færi inér, svokölluðum frjálslyndum manni, að am-
ast við því, að fólk fái að trúa því, sem það vill trúa. Hins-
vegar nær það engri átt, að Ritningin sé notuð þannig til
að sundra þeim, sem saman eiga að vera. „Allir eiga þeir
að vera eitt“ sagði Meistari vor.
I Bandaríkjunum eru nú, að því er mér hefir verið tjáð,
hátt á fjórða hundrað sértrúarflokkar, sem á ábyrgð Ritn-
ingarinnar hafa sagt sig úr lögum við alla aðra kristna menn
og hóta þeim sálartjóni. Þetta háttalag á sér enga röklega
réttlætingu.
Afnám þjóðkirkjunnar yrði vatn á millu þessara flokka.
Menn hljóta að sjá hættuna, sem því er samfara, að steypt
sé yfir varnarlausan almenning fámennrar þjóðar stór-
straumsflóði áleitinnar þröngsýni og sundrungarefna. —
Ýmsar blikur eru farnar að skyggja á þann óskadraum
ævinnar, að þjóðin mín vakni nógu fljótt og vel til skiln-
ings á kirkju sinni og verndi hana með trúmennsku.
Mættu þær blikur líða hjá.
„Allir eiga þeir að vera eitt“.
Friðrik A. Friðriksson.
Jurtaríki án jarðvegs?
Trúin veitir mönnum margvíslega hjálp. Án hennar mundi mannkynið
ekki hafa eignast það, sem því er og verður dýrmætast. Engin heimspeki,
engar listir né vísindi væru til, eða í einu orði sagt: engin siðmenning, ef
það hefði ekki haft einhverja trú. Væri gert ráð fyrir því, að til gæti verið
siðmenning, en enginn siður eða trúarbrögð, þá væri það, eins og að gera
ráð fyrir því, að jurtaríki hefði getað orðið til, án þess að vaxa í nokkrum
jarðvegi.
Sigurður Kristófer Pétursson.