Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1975, Blaðsíða 81
FÉLAGSLJF
8t
lög í þessu eina skyni mundu þrífast. Vildi beina að hinum
fullorðnu, að þeir hvettu unglingana til altarisgöngu. Séra
Zóphónías kvaðst vantreysta sér að stofna svona félagsskap,
er hefði þetta augnamið aðeins. Tók lifandi dæmi úr sínum
eigin söfnuði; grundvöllurinn þyrfti að vera lifandi kristi-
legt safnaðarlíf yfir höfuð. Séra Stefán áleit, að svona lagaður
félagsskapur ónýtti hina fyrri hugmynd séra Hjörleifs um
unglingafélögin yfir höfuð. Kæmust unglingafélögin á, ætti
altarisgöngumálið, eins og önnur kristileg málefni, að heyra
undir þann félagsskap; stakk upp á, að prófastur tæki uppá-
stunguna aftur, en sneri henni upp í stofnun unglingafélaga
yfir höfuð. Gjtírði prófastur það. Var þá snúizt að því máli
sérstaklega. Fyrstur talaði Friðrik Friðriksson. Sagði hann
greinilega sögu heimsunglingafélagsins, frá byrjun þess í
Lundúnum 1841, og útbreiðslu þess um hin kristnu lönd;
skýrði frá áliti sínu á nauðsyn slíks félagsskapar hér á landi,
og til þess að gefa mönnum hugmynd um það fyrirkomulag,
er hann áliti mögulegt, að koma á, skýrði hann frá starfi
sínu næstl. vetur í Reykjavík, þessu máli viðkomandi. Séra
Hjörleifur lýsti peim vísi, er myndaðist í sókn hans síðastl.
vor til stofnunar unglingafélags, og frd pví, hvernig því væri
hagað, mœlti hann sterklega með, að reynt væri að komd
slíkum félagsskap á. Séra Björn L. B. var hlynntur félagsskap
þessum, en áleit mjög mikla erfiðlfcika á því í sumum
prestaköllum, áleit vetrarsamkomur fyrir börn sumstaðar
ómögulegar oftast nær. Séra Hjörleifur áleit, að ekki væri að
tala um annað en sóknarfélög í bráðina. Séra Jón á Mælifelli
taldi tímaleysi prestsins yfir veturinn, þá er barnaspurning-
ar stæðu yfir, til fyrirstöðu. Það væri hugsandi yfir sumarið;
skoðaði hæpið, að rétt væri, að einskorða umtalaðan félags-
skap við unglinga, heldur láta hann ná yfir alla sóknarmenn
prestsins; slíkum hvetjandi félagsskap var hann meðmæltur.
Séra Hjörleifur sagði, að eigi pyrfti að spyrja börn pann
sunnudag, er félagsfundur væri haldinn, enda eigi bundið
við, að prestur héldi fundinn, heldur einhver félagsmaður.