Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1975, Blaðsíða 17
KIRKJUSAGA
20
leggja Hóla niður sem biskups- og skólasetur og segir:
„Þessi tilhögun hefur valdið almennri óánægju. Sérstaklega
veldur þetta prestum í norður og austurhluta landsins mikl-
um óþægindum, því nú verða þeir að fara til Reykjavíkur
til þess að reka erindi kirkna sinna. En þar eyða þeir á fá-
um vikum meiru af sínum litlu launum heldur en duga
mundi þeim heilt ár fyrir norðan. Skólaleysið er mjög til-
finnanlegt. Á Hólum einum voru eins margir skólasveinar
og nú á Bessastöðum, ef ekki fleiri. Auk þess eru erfiðleik-
ar og útgjöld foreldra við að senda sonu sína til Hóla smá-
munir einir hjá því að senda þá suður. Þó mundi fólkið
fúslega sætta sig við þessa annmarka, ef skólinn væri nógu
stór til þess að geta tekið á móti öllum þeim, er sækja vilja
hann. Dönsku stjórninni til afsökunar er það að segja, að
þessi nýbreytni átti ekki upptök sín í duttlungum hennar,
heldur í braski og tilhögun tiltekinna íslendinga, er reyndu
að láta líta svo út sem breyting þessi mundi verða landinu
hin hagkvæmasta. Af þessu leiðir það, að hinir víðfrægu og
eitt sinn virðulegu Hólar eru nú teknir að fá á sig svip
eyðiþorps. Eftir dalnum lágu áður yfir fimmtíu reiðgötur,
troðnar af fótum hesta þeirra manna, er þangað áttu erindi,
en nú er hann að fá á sig hinn upprunalega svip sveitalegs
fásinnis. Á þann stað, sem áður var sóttur af fjölmenni
kemur nú máske einn utanhéraðsmaður liðlangt sumarið.
Það, sem þar er nú, er kirkjan, hús það, sem biskupinn bjó
áður í, reist úr timbri og eina tvílyfta húsið, sem ég hef séð
á íslandi. Skáli Gísla Jónssonar, lítið hús, sem ekkja síð-
asta biskupsins býr í, og bak við það fjós, þar sem áður var
prentsmiðjan, og nokkuð til austurs þaðan skólahúsið, en
í því búa nú tveir bændur".
Þannig var umhorfs hér, fáein hús í hvirfingu, reisuleg
þrátt fyrir allt, miðað við híbýli landsmanna almennt. Þau
voru á bæjarstæðinu forna hér sunnan kirkjugarðsins, þar
sem nú er búið að afmá öll ummerki þess, að þar hafi nokk-
urn tíma verið mannavist. Og slíkt bjó þeim í hug, sem þá