Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1975, Blaðsíða 42
45
HUGVEKJA
búið honum „mannsæmandi" lífskjör — eins og nú er svo
oft að orði komizt. Áhugamenn mundu gera tilraun. Hve
marga fengju þeir til að vera með? Því að nú kæmu til
safnaðargjöld, sem hægt væri að nefna öðruvísi en í gamni.
Og fleiri Ijón yrðu á veginum en fámenni og fjárhagsvandi.
Fríkirkja skerpir mjög skoðanaágreining. Þegar menn verða
að fara djúpt í vasa sína, fara þeir að vilja ráða nokkru um
þá vöru, sem jieir kaupa. „Játningatrúr” maður mundi
aldrei ótilneyddur leggja fram eyri til að launa „frjálslynd-
an“ prest. Og frjálslyndir mundu hugsa sig um tvisvar, áður
en þeir styddu kosningu prests, er þeir teldu of bókstafs-
bundinn.
Ef til vill tækist Þingeyingum að mynda söfnuð, ef Húsa-
vík og sveitaprestaköllin tækju höndum saman. Messað yrði
mánaðarlega í Húsavík og a. m. k. tvisvar á ári á sveita-
kirkjunum. Vel má vera, að þetta þætti alveg nóg. Svo að
þetta er, eftir allt, ekki svo óefnilegt — ef það tækist.
Sjálfstæð sveitaprestaköll hættu að vera til um land allt.
Það er nokkuð slæmt. Þannig væri dreifbýlið svipt þeirri
stoð, sem helzt ber uppi andlega viðleitni þess og menning-
arlega samheldni.
Menntun prestsefna — ef þeirra væri kostur — mundi
verða fámennri kirkju flókið mál. Þegar ríkið hefði ekki
framar skyldur í því efni, yrði guðfræðideild háskólans
lögð niður. Bótin er, að fríkirkja þarf ekki að kjósa prest
eftir menntun fremur en verkast vill. Vandamálið „lélegur
prestur" — eins og fjölmiðlar komast að orði — ætti að vera
úr sögunni. Slíkum manni mætti vísa frá starfi fyrirvara-
lítið. "
Bönnuð yrði kristinfræðikennsla í opinberum skólum.
Harðar deilur og hæstaréttardómar hafa ekki alls fyrir löngu
gengið um það i Bandaríkjunum, hvort ríkið megi á nokk-
urn hátt efna til trúariðkana á sínum vegum, svo sem við
þingsetningar, skólasetningar, vígslu menntasetra o. s. frv.
Úrskurðurinn var Nei, og veldur mikilli beiskju. Játa verð-