Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1975, Blaðsíða 173
FRÉTTIR
176
verki, sem þarna var unnið. Fjöldi ferðamanna gengur ár-
lega um þennan garð, sem í senn vill fræðast um sögu stað-
arins og ganga að leiðum þeirra þjóðkunnu manna er þar
hvíla, þótt flestir leiti reyndar eftir hvílustað þjóðskálds-
ins frá Fagraskógi, Davíðs Stefánssonar. — En þeim mun
frekar er líka ástæða til að fagna þessu verki.
Þ. H.
Elzta kirkja Eyjafjarðarprófastsdæmis
Sunnudaginn 29. október árið 1973 var þess minnst með
hátíðaguðsþjónustu í Bakkakirkju í Öxnadal, að það ár
voru 130 ár liðin frá því kirkjan var reist, og jafnframt er
hún elzta guðshúsið í Eyjafjarðarprófastsdæmi. Prófastur-
inn, séra Stefán V. Snævarr á Dalvík prédikaði, en sóknar-
presturinn, séra Þórhallur Höskuldsson, þjónaði fyrir altari
og flutti erindi um kirkjuna í messulok. Sóknarnefndin
hafði á því ári látið ljúka við nýja og vandaða girðingu um
kirkju garðinn og látið reisa nýtt sáluhlið og ennfremur
hafði sóknarnefndin gefið gólfteppi og látið leggja í kór
kirkjunnar. Getið var um veglegar peningagjafir, sem kirkj-
unni höfðu borist sem minningargjafir svo og hátíðahökul,
sem var gjöf prestshjónanna. — Við þessa hátíðarmessu söng
kirkjukór Bakkakirkju undir stjórn Jóhannesar Jóhannes-
sonar, sem gegnt hefur organistastörfum við kirkjuna í ára-
tugi. Að athöfninni lokinni ávarpaði Þór Þorsteinsson á
Bakka kirkjugesti og bauð í nafni sóknarnefndar öllum við-
stöddum til veitinga á heimili sínu. Er og umtalsverð sú
mikla rausn, sem það heimili hefur alla tíð haldið uppi, þeg-
ar athafnir hafa farið fram í Bakkakirkju. Formaður sóknar-
nefndar er nú Jón A. Jónasson, Hrauni.
í síðasta hefti Tíðinda er fróðleg grein um kirkjuna eftir
Brynjólf Sveinsson, Efstalandskoti, sem um árabil hefur ver-
ið meðhjálpari í kirkjunni og safnaðarfulltrúi Bakkasóknar.