Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1975, Blaðsíða 21
KIRKJUSAGA
24
þeirra manna, sem síðastir héldu uppi vörnum í fallandi
virki. Þó að Hólastaður væri á barmi hrunsins áratugum
saman og félli að lokum, þá er það mikil hugbót, sem ekki
skal vanmetin, að hvað manndóm snerti og atgervi hélt
biskupsdómur Norðlendinga reisn sinni til síðustu stundar.
Og þess má einnig minnast, að skólinn og prentverkið hér
naut á síðasta skeiði stólsins atbeina og forsjár hógláts nytja-
manns, Hálfdánar Einarssonar skólameistara, sem lét eftir
sig menningarafrek af fremsta tagi.
Hefði einhver vilji verið fyrir hendi hjá stjórnarvöldum
til þess að veita stólnum tímabundna fjárhagsaðstoð til þess
að fleyta honum gegnum þau ólög, sem yfir dundu, þá hefði
það vissulega mátt takast. Sama máli gegnir að sjálfsögðu
um Skálholt. Tilburðir í þessa átt voru kák eitt. Undir eins
og árferði tók að skána, urðu eignir stólanna að nýju örugg-
ur grunnur undir rekstri þeirra. En þá höfðu allar stóls-
eignirnar verið seldar og einmitt á þeim tíma, þegar efna-
hagsástandið í landinu var með þeim hætti, að þær hlutu
að seljast langt undir sannvirði.
Allar þessar umbyltandi aðgerðir urðu Norðlendingar að
láta sér lynda. Viðnám alþýðu kom ekki til greina undir
einvaldsstjórn. Eremsti fyrirsvarsmaður Norðlendinga og
einn úrræðabezti höfðingi landsins, Stefán amtmaður Þór-
arinsson, vildi að biskupssetrið og skólinn væri flutt til Ak-
ureyrar. En ef biskupsstóllinn yrði lagður niður, sem hann
gat eftir atvikum sætt sig við, þá lagði hann til, að stiftspró-
fastur yrði búsettur á Akureyri.
Það er auðsætt, að missir skólans þótti ennþá tilfinnan-
legra áfall fyrir fjórðunginn en afnám biskupsstólsins. Það
gleymist ekki, að síðasti skólameistarinn á Hólum, Páll
Hjálmarsson, lagði í það að sigla til Kaupmannahafnar til
þess að reyna að hnekkja þeirri ákvörðun, að skólinn yrði
lagður niður. Hann fór að sjálfsögðu erindisleysu.
Svo liðu tímar fram. „Fornu Hólar, lifið vel“, sagði Matt-
hías í kvæðinu mikla um Skagafjörð. Alþýða manna stóð