Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1975, Blaðsíða 153
FRÉTTIR
156
mannshlíðarkirkjur) og til að minna á hinn gamla kirkju-
stíl. Manni hlýnar um hjartarætur jafnvel við það eitt að
horfa til helgidómsins, þegar farið er um fornar slóðir bæj-
arins. Og birtan skín í mildum ljóma af sól Guðs undir skar-
súðinni, þar sem tré og gólf geyma gömul spor feðranna,
sem gengu til fundar við Drottin sinn.
Vígsluljóð
gömlu kirkjunnar frá Svalbarði, 10112, 1972.
Kristján frá Djúpalæk.
Sverrir Pálsson.
157
FRÉTTIR
Þú gamla lága guðshús,
sem gestum opnar dyr,
enn leið í djúpri lotning,
er lögð til þín sem fyr.
Vor önn er yndisvana
vor auður gerviblóm,
því heimur gulli glæstur
án Guðs er fánýtt hjóm
Fyrr gestur göngumóður
við grátur þínar kraup.
Margt tár í þögn og þjáning
á þessar fjalir draup.
Hér æskan Ijúf, í auðmýkt,
sín örlög Guði fól.
Hér skyggðu þyngstu skuggar.
Hér skein og björtust sól.
Þú varst hin milda móðir.
Þín miskunn allra beið.
Þú veittir hjálp og lmgdirfð
að halda fram á leið.
Það ljós, er lýðum barstu,
um langa vegu sást.
— Þú enn ert vonum viti.
Þín vegsögn engum brást.
Og kæra, aldna kirkja,
í kyrrþey beiðstu þess,
að yngjast, endurvígjast,
og öðlast fyrri sess.
Enn bljúg, í hljóði beðin,
er bæn í fangi þér.
— Hið gamla, lága guðshús
vor griðastaður er.
Kristján frá Djupalœk.