Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1975, Blaðsíða 83
FÉLAGSLÍF
86
verið í málinu, kom fram með álit nefndarinnar. Las hann
því næst upp frumvarp til laga um félag presta í Húnavatns-
og Skagafjarðarprófastsdæmum. Þá er frumvarp þetta, og
einstakar greinar þess, höfðu verið ræddar, varð það með
nokkrum breytingum samþykkt í heild sinni þannig svo-
hljóðandi:
„Frumvarp til laga fyrir félagsskap presta í Húnavatns-
og Skagafjarðarprófastsdæmum.
1. gr. Tilgangur félagsins er með samtökum að leitast við
að glæða sannan kristindóm og áhuga í kristindómsmálum
og kirkjulegri starfsemi.
2. gr. Auk prestanna í Húnavatns- og Skagafjarðarprófasts-
dæmum, skal prestum í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófasts-
dæmum heimilt að ganga í félagið.
3. gr. Félagið heldur einn aðalfund árlega að sumrinu, og
mæta þar allir prestir félagsins, ef forföll eigi banna.
4. gr. í hverju prófastsdæmi skal prófastur kveðja til und-
irbúningsfundar á undan aðalfundi, og skulu þar tiltekin og
rædd þau mál, sem fundurinn óskar að komi til umræðu á
aðalfundi. Að afloknum undirbúningsfundi í hverju pró-
fastsdæmi skal prófastur senda hinum próföstunum fundar-
gjörð, sem þeir svo auglýsa prestum sínum svo löngu fyrir
aðalfund, sem unnt er. Þó geta einstakir prestar borið mál
upp á aðalfundi án þess undirbúnings.
5. gr. í stjórn félagsins eru prófastarnir í þeim prófasts-
dæmum, sem félagið nær yfir, og sé á aðalfundi kosinn einn
þeirra til að kveðja til næsta aðalfundar".
Ti! þess að boða til næsta aðalfundar var kosinn prófast-
urinn í Húnavatnsprófastsdæmi, og honum falið á hendur
að tiltaka fundarstað næsta ár.
6. gr. Um barnapróf. Flutningsmaður þessa máls, séra Eyj-
ólfur Kolbeins vildi láta lögskipa barnapróf. Allir þeir, sem
tóku til máls, voru meðmæltir uppástundu flutningsmanns,
aðeins þótti málið ekki nægilega undirbúið.
Um það var samþykkt svohljóðandi ályktun: