Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1975, Blaðsíða 72
Bæn séra Matthíasar
,í sumar barst mér í hendur útfararræða séra Matthíasar jochunissonar,
er hann hélt í Akureyrarkirkju yfir moLdum Valgerðar Narfadóttur (f. 12.
sept. 1840 d. 10. júní 1892), fyrri konu Olafs Jónssonar veitingamanns á
Oddeyri. Sonarsonur hennar er Haukur Olafsson fyrrv. frystihússtjóri á Ak-
ureyri. Ræðuna endaði séra Matthías á bæn þeirri, sem hér birtist.
p- s•)•
Lofaður sértú, ósýnilegi Guð, sem öllu ræður, eins fyrir
sorg sem gleði — eins fyrir þá sorgarskuggana, sem um há-
degi hins lengsta sumardags, hafa slegið rökkurbirtu á þetta
hús og yfir þeirra hjörtu, sem
hér staldra við.
Lofaður sértú, því að lofa þig,
flýja til þín og þíns ríkis í þraut-
um og stríði og biðja þig eins og
börn, það er besta og ráðlegasta
úrræði vor allra, því að í þér
lifum vér, erum og hrærumst,
þér fæðumst vér, þér lifum vér
og þér deyjum vér, því að ekki
ráðum vér nokkru augnabliki né
breytum nokkru hári á vorum
höfðum. Lát oss fyrir líkn og
elsku, von og trú, sjá birtuna bak
við skuggann, sólina bak við
skýin, lífið á bak við dauðann,
og lát þitt andlega ljós lýsa þar helzt, sem skugginn nú er
mestur.
Breið vonarinnar og elskunnar friðarbjarma yfir þessar
leifar, sýn, að þú sért kærleikurinn og að enginn ótti eða
Sr. Matthias Jochumsson.