Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.04.1906, Blaðsíða 13

Skírnir - 01.04.1906, Blaðsíða 13
Skírnir. Japan. 109 en hún hafði lokið störfum sínum og lagt fram álit sitt og tillögur var byrjað á stálgjörð til reynslu í smáum stíl og gekk nú betur en fyr. Afréð nú stjórnin að ráðast í að koma á fót stóreflis stálsteypu, fekk veittar af þinginu 8 miljónir króna til þessa og sendi jafnframt ráðunaut sinn og fróðasta mann og 3 aðra verkfræðinga um öll helztu járnsmiðalönd til þess að sjá með eigin augum hversu að öllu væri farið. Þegar þeir komu heim var svo tekið til stat'fa, en þá bættist hvert vandamálið við á fætur öðru og auk þess jukust þarfirnar með hverju ári svo alt varð að gjöra í stærri stíl en horfur voru á í fyrstu. Það þurfti að kaupa nárna, byggja stóreflis höfn, veita vatni langar leiðir, byggja heilan bæ fyrir verkafólk, auk sjálfra verksmiðjanna, leggja járnbrautir o. fl. o. fl. 8 miljónirnar þrutu fljótt, en þing og stjórn bætti jafn- óðum við og upp gekk féð til þess alt var fullgjört, en þá höfðu gengið um 40 miljónir króna til fyrirtækisins. Það er líka dálagleg smiðja sem Japanar hafa sett sér upp. 31,200 hesta afl hafa gufuvélarnar sem knýja alt áfram. 150 tonn af stáli eru brædd og unnin á degi hverjum. Svipaða sögu má segja um fjölda fyrirtækja. Það er ekki byrjað á neinu fyr en eftir svo góða yfirvegun sem kostur er á, en þegar afráðið er að hrinda einhverju í fram- kvæmd, þá er það frarakvæmt, hvort sem vel gengur eða treglega og reynt að læra af óhöppunum. Kappið er oft- ast mikið, en þrautseigjan engu minni, og er þó sagt að Japanar séu líkir íslendingum í því að vera fljótir til en úthaldslitlir. Víst er um það, að þessa gætir lítt hjá stjórninni. Við svo marga og mikla erfiðleika átti stjórnin að stríða hvað her og flota snerti, að það var ekki fyr en 1896 að tala hermanna var orðin svo há sem ráð var fyrir gjört 1869. Það sem mest tafði voru öll þau ótal fyrir- tæki og framkvæmdir sem aukning hersins og útbúnaður allur hafði í för með sér. Til þess að gefa hugmynd um hve stórfengleg mörg þessi fyrirtæki eru, er nóg að nefna að á 13 ára bili (1891—1904) unnu 2,160,805 manna við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.