Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.04.1906, Blaðsíða 50

Skírnir - 01.04.1906, Blaðsíða 50
146 Smáþjóð—stórþjóð. Skirnir. hugsmíðafi mannsins við og gekk skrefi lengra. Villi- maðurinn sá, að steinflísin var að vísu skörp, en að hún gat þó orðið beittari og um leið betra vopn, og hann fann ráð til að gera hana hvassari. Einn tók við þar sem annar hætti og þannig hefir steinflísin breyzt í bitrustu eggjárn, sem nútíminn þekkir. Vindurinn blæs þar sem hann vill, mannsandinn finnur upp á því að setja fyrir hann segl og láta hann fiytja sig frá einni strönd til annarar. Arnar flæða yfir engjarnar, þegar vöxtur kemur í þær, mannsandinn hugsar þeim upp nýjan veg og veitir þeim þangað sem þær höfðu aldrei áður komið. Náttúran sáir þar sem henni þóknast, mannsandinn finnur upp á því að flytja fræin til nýrra staða. Gufuvélin hefir á einni öld umskapað heiminn. Meira en helmingur alls vinnuafls menningarþjóðanna er gufuafl. Hvar varð gufu- vélin fyrst til? I sál hugvitsmannsins. Dýru verði mætti kaupa þá sál er megnar að skapa slíkan grip, því hvað eru öll heimsins ofur-öfl á móti einni einustu mannssál, er leggur þau í læðing hugvitsins og gerir þau auðmjúka þjóna mannlegra þarfa? Þannig eiga allar verklegar framfarir rót sína í sálum mannanna. En hvaðan koma hugsjónir nýrrar og betri félagsskipunar, fullkomnari samvinnu, hagkvæmari verkaskiftingar, hugsjónir mann- úðar og réttlætis? Allar eiga þær upptök sín í sálurn einstaklinga, sem með hugsunum sínum, orðum og gjörð- um urðu fyrirmynd annara, settu mót sitt á hugsunarhátt samtíðar sinnar, en hún á þá sem næstir stóðu og þannig koll af kolli, unz nýr spámaður reis upp og sama sagan byrjaði á ný. Alt iífið er snúið úr tveim þáttum, fyrir- mynd og eftirlíking og sagan er um baráttu fyrirmynd- anna, sigur þeirra og ósigur. í þeirri baráttu sigrar að lokum sá sem er í beztu samræmi við meginþarfir manns- andans. Menning hverrar þjóðar er því sýnilegur vottur um andlega eiginleika hennar, fullkomleika eða ófullkomleika. Hvar verða t. d. öll verkfæri ill og óhagkvæm? Þar sem smiðir eru fáfróðir og fákunnandi. Hvaðan koma
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.