Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.04.1906, Blaðsíða 88

Skírnir - 01.04.1906, Blaðsíða 88
184 Erlend tíðindi. Skírnir. sumt, t. d. afnám efri deildar; neðri deild komist þar út fyrir lög- heimilað verksvið sitt, er hún fari fram á slíkt. Þingmenn létu mjög illa yfir þessum undirtektum. Það er þingið eitt, sem hlífir laudinu við gagngerðri stjórnarbylting, sögðu þeir. En það getur ekkert við ráðið, ef það fær ekki framgengt kröfum þjóðarinnar. Sé frumöflum þjóðarinnar hleypt á stað, fær enginn máttur þar rönd við reist. Þau þyrla þá burt bæði þingr og stjórn. Þeir létu í ljósi fullkomið vantraust á ráðuneytinu, skoruðu á það að segja af sér og að skipað væri nytt ráðuneyti, er hefði fult traust þjóðarinnar. Sumir ótilkvaddir ráðunautar keisarans, einkum stórfurstarnir frændur hans, eggjuðu hann á að hleypa upp þinginu. En ekki varð af því. Eftir langt stapp milli ráðgjafanna og þingsins út úr svörum keisans hefir frézt, að þingfundum hafi verið frestað um hríð, fram undir mánaðarlokin þessi (júrn'). Goremykin heitir yfirráðgjafi keisara, sá er fyrir svörum stóð helzt við þingið af hans hálfu, aldraður íhaldsmaður og tók við af Witte skömmu fyrir þingbyrjun. Witte gerði hvorugum til hæfis, íhaldsmönnum nó framfaramönnum hinum harðsnúnari; íhaldsmönn- um þótti hann of frjálslyndur, en hinir tortrygðu hann. Aldrei hefir létt róstum og vígum á Rússlandi í vetur og vor, þrátt fyrir þingstjórnarfrelsið, og hefir sá ófögnuður ágerst síðustu vikurnar, með vonbrigðunum um viðunanlegan árangur af gjörðum þingsins. Meðal annars hefir bólað á Gyðingaofsóknum fyrir skemstu á n/jan leik. — Skýrslur segja, að um 600 milj. kr. nemi eignatjón það, er innanlandsóeirðir á Rússlandi ollu árið sem leið (1905). Tvo mánuði í vetur, frá miðjum desember fram í miðjan febrúarmátiuð, höfðu herstjórnarvöld látið hengja 18 menn og skjóta 671 í Eystrasaltslöndum. Frá því var og sagt á þingi, að í apríl- mánuði hefði 99 manna aftökur farið fram, og þó væri vafasamt talið, hvort líflát væri í lögum á Rússlandi. Margir hafa orð á því, að mjög svipi ástandinu á Rússlandi þessi missirin til þess sem gerðist á Frakklandi á undan bylting- unni miklu í lolc 18. aldar, og að margt sé likt með þeim Hlöðvi konungi sextánda og Nikulási II Rússakeisara. Góðgjarnir menn báðir, en engir skörungar, tvíátta og ósnarráðir. Frakkland. Eftirköst skiinaðarmálsins milli ríkis og kirkju ollu þar ráðuneytisskiftum í öndverðum marzmánuði. Róstunum út af
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.