Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.04.1906, Blaðsíða 77

Skírnir - 01.04.1906, Blaðsíða 77
Skírnir. Ritdómar. 173 maður í hópinn með höf. rits þess, sem að framan er greint, og verður eigi annað sagt, en að hann fari mjög svo myndarlega á stað. — Höf. skiftir riti sínu í tvo þætti. I fyrri þættinum tekur hann fyrir líkamsuppeldið a 1 m e n t. Sýnir hann fyrst, hvert bakhjarl uppeldið hafði í trúarskoðunum, hugsunarhætti og lífskjörum Norðurlandabúa. Því næst snýr hann sér að leikum og líkamsæfingum æskulýðsins, og síðast í þættinum minnist hann nokkrum orðum á leika og h'kamsæfingar í sambandi við líf og störf fullorðinsáranna. Trúarskoðanir Norðurlandabúa í fornöld bentu eindregið í vissa stefnu — hernaðarstefnuna. Asatrúin var sann-nefnd víkinga- og vígatrú. Aðalkjarni hennar er hugmyndin um látlaust stríð, og alt snýst þar að lokuni um »Ragnarök«, hina miklu og voðalegu alheimsbaráttu Ása og Einherja á móti þursum, jötnum og illþýði, — myrkravættum og meinvættum lífsins. Að tryggja sér vísa vist eftir dauðann með Oðni og Einherjum í Valhöll og þar með hluttöku í alheimsbaráttunui, er hið mikla takmark, sem allir hraustir menn og góðir drengir stefna »ð. Vígfirci, djörfung, hreysti og hugprýði standa hæst í gildi allra kosta. Æðsta fyrir- mynd lífsins er h e t j a n , sem berst ótrauð við ofurefli fjandmanna, æðrast aldrei og bregður sér hvorki við sár né bana: — Orðstírr deyr aldrigi hveim sér góðati getr. Trúarskoðuu og lífsskoðun fer snman hjá þeitn. Ásatrúin er móðir víkingaaldarittnar. Víg og blóðsúthellingíir verða nokkurs konar guðsdýrkun. Kröfur lífsins eru nær eingöngu hernaðarkröfur. Aðaláherzlan í öllu uppeldi er lögð á líkamsæfingar, vopnaburð og vígfimi; það eitt hefir framtíðargildi, lífsgildi í augum þeirra tíma. Þess vegna temja forfeður vorir sór svo kappsamlega alls kyns leika og íþróttir í æsku og halda þeim dyggilega við alt til elliáranna. Það var býsna margt, sem beindi huga drengsins þegar á barnsaldri í þessa ákveðnu stefnu. Lífið alt umhverfis haitn bar ákveðinn keim af trúar- og lífsskoðuu víkingaaldarinnar. Frændur hans réðust í víking eða fylgdu höfðingja sínum í hernað, og er heim kom, kunnu þeir frá mörgu að segja: — frá auðsælum löndum og ókunnum þjóðum, frá ötulli framgöngu, ftá hetjudáð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.