Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.04.1906, Blaðsíða 45

Skírnir - 01.04.1906, Blaðsíða 45
Skirnir. Smáþjóð—stórþjóð. 141 máli er mergurinn málsins þessi: Þjóð, sem annari er háð, er að sama skapi verkfæri hennar, hvenær sem hagsmuni þeirra greinir á. Með sjálfstæðinu, frelsinu, hverfur einstaklingseðli hennar meir og meir, unz lnin hverfur inn í hina þjóðina, verður hold af hennar holdi og bein af hennar beinum. Hún verður undirorpin svipuðum breytingum og músin, sem kötturinn étur. Músar- líkaminn fer að vísu ekki alveg forgörðum, hann verður afl í líkama kattarins og veitir honum styrk til nýrra veiða. Hver mús sem kötturinn étur er nýtt vopn gegn þeim músum sem eftir lifa. En músarlífið, músarsálin fer for- görðum — músarhugsanir, músartilfinningar, músarviljinn, alt þetta sem ræður músarlífi og músarsiðum — hverfur burt úr þeirri tilveru sem vér þekkjum, þegar seinasta músin er étin. Svo fer þeirri þjóð sem verður annari að bráð. Sér- vera hennar, trúarlíf, lög, siðir, listir, vísindi, mannvirki, alt verður það að ósjálfstæðu afli í likama og sál sigur- vegarans — ekkert annað. En í brjósti hverrar lifandi og heilbrigðrar veru talar sál, sem hatar þessi örlög. Úr insta helgidómi hjartans óma orðin: Sjálfur leið þú sjálfan þig! Þetta er æðsta markmið hverrar veru. Þaðan er runninn allur mannréttur, allur þjóðaréttur. Hver einstök vera og hver þjóð á séreðli, óskrifað lögmál, sem hún ein getur skynjað, skilið og framkvæmt til hlítar. Hún hefur sitt ákveðna erindi, sitt boð að bera á hinu mikla þingi tilverunnar og hún verður að fá að flytja það á sinni tungu, sinum rómi, skýra það og verja. Osjálfrátt finnur hver heilbrigð þjóð ljóst eða óljóst til þess, að hún er frömuður og fulltrúi einkennilegs lífs, sem ekki er að öllu samhljóða lífl neinnar annarar þjóðar. Hún finnur, að hjartastrengir hennar eiga sér hljómblæ skyldan annara þjóða að vísu, en þó ólíkan. Hún finnur að þjóðaharpan á einum streng færra, þegar hennar slitnar, og hún elskar þennan streng, af því að í honum titrar hennar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.