Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.04.1906, Blaðsíða 82

Skírnir - 01.04.1906, Blaðsíða 82
178 Ritdómar. Skirnir. af Brekku var í móti Herði skipaðr, vinsæll inaðr ok ramr at afli. Sjá leikr var allharðr, en áðr kveld kæmi, lágu dauðir af Strand- verjum vj menn, en enginn af Botnverjum«. A þessari frásögn er sama sem ekkert að græða að því er leikinu sjálfan snertir. Hof. ætlar að hór sé aðeins að ræða um einhver sérstök afbrigði eða tegund at' knattleik, þar sem menn hafi notað »hornsköfur«, og er vel líklegt að hann hafi rótt fyrir sér í því, enda er á ofangreind- um stað eigi gerður ákveðinn munur á þessum tveim leikum svo sóð verði. En hvernig eða hvað votu hornskofur? Höf. getur þess til, að það hafi verið nokkurs konar legghlífar úr horni, ef til vill saumaðar á leður og spentar framan á fótleggina til hlífðar við- sparki og meiðslum. En þetta virðist eigi vel sennileg tilgáta þegar gætt er að sambandinu. Það er beint gefið í skyn í sögunni, að umskiftin í leiknum og fall 6 manna af Strandverjum hafi staðið í sambandi við það, að þeir Hörðr lótu gera sér hornsköfur til leikanna. Hvernig hornsköfurnar gátu haft þessi áhrif hafi þær eigi verið annað en legghlífar, fáum vér eigi skilið. Sennilegra virðist að þær hafi verið einhvers konar áhöld, er menn gátu hlotið alvarleg meiðsl af, án þess þó að vér þorum að leiða nokkrum frekari getum um það. Að öllu samanlögðu má telja rit þetta hið fróðlegasta í alla staði. Höf. hefir eigi aðeins tekist að gera Ijósa grein fyrir þessari mikilsverðu hlið á lifi forfeðra vorra, heldur hefir hann um leið vakið athygli manna á því, hve mikinn þátt líkamsæfingarnar og íþróttaiðkanirnar áttu í að framleiða hjá Norðurlandabúum þá andlegu og líkamlegu yfirburði, sem vöktu hvorttveggja í senn bæði ótta og aðdáun hjá þjóðum þeim, er sátu fyrir árásum þeirra. En þá fyrst teljum vér að ritið nái fyllilega takmarkinu,, ef því tækist að vekja og glæða hjá Islendingum þótt eigi væri nema aðeins lítið eitt af þeirri ást og virðingu á íþróttum og líkamsæfingum, er forfeður vorir báru í brjósti sér, því þess gerist sannarlega þörf. J. J. MAGNUS KRISTENSEN: Nydansk. En kort sproglig-gramiwatisk frem stilling. Kebenhavn. Hagerup 1906. Höf. er kennari við hinn fræga lyðháskóla í Askov og einn af efnilegustu yngri málfræðingum Uana; enda ber rit þetta það með sór. Það ber vott um nákvæma þekkingu og næmt eyra fyrir málum. Höf. gefur hér á fáum blaðsíðum (bókin er aðeins um 80 s.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.