Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1906, Page 88

Skírnir - 01.04.1906, Page 88
184 Erlend tíðindi. Skírnir. sumt, t. d. afnám efri deildar; neðri deild komist þar út fyrir lög- heimilað verksvið sitt, er hún fari fram á slíkt. Þingmenn létu mjög illa yfir þessum undirtektum. Það er þingið eitt, sem hlífir laudinu við gagngerðri stjórnarbylting, sögðu þeir. En það getur ekkert við ráðið, ef það fær ekki framgengt kröfum þjóðarinnar. Sé frumöflum þjóðarinnar hleypt á stað, fær enginn máttur þar rönd við reist. Þau þyrla þá burt bæði þingr og stjórn. Þeir létu í ljósi fullkomið vantraust á ráðuneytinu, skoruðu á það að segja af sér og að skipað væri nytt ráðuneyti, er hefði fult traust þjóðarinnar. Sumir ótilkvaddir ráðunautar keisarans, einkum stórfurstarnir frændur hans, eggjuðu hann á að hleypa upp þinginu. En ekki varð af því. Eftir langt stapp milli ráðgjafanna og þingsins út úr svörum keisans hefir frézt, að þingfundum hafi verið frestað um hríð, fram undir mánaðarlokin þessi (júrn'). Goremykin heitir yfirráðgjafi keisara, sá er fyrir svörum stóð helzt við þingið af hans hálfu, aldraður íhaldsmaður og tók við af Witte skömmu fyrir þingbyrjun. Witte gerði hvorugum til hæfis, íhaldsmönnum nó framfaramönnum hinum harðsnúnari; íhaldsmönn- um þótti hann of frjálslyndur, en hinir tortrygðu hann. Aldrei hefir létt róstum og vígum á Rússlandi í vetur og vor, þrátt fyrir þingstjórnarfrelsið, og hefir sá ófögnuður ágerst síðustu vikurnar, með vonbrigðunum um viðunanlegan árangur af gjörðum þingsins. Meðal annars hefir bólað á Gyðingaofsóknum fyrir skemstu á n/jan leik. — Skýrslur segja, að um 600 milj. kr. nemi eignatjón það, er innanlandsóeirðir á Rússlandi ollu árið sem leið (1905). Tvo mánuði í vetur, frá miðjum desember fram í miðjan febrúarmátiuð, höfðu herstjórnarvöld látið hengja 18 menn og skjóta 671 í Eystrasaltslöndum. Frá því var og sagt á þingi, að í apríl- mánuði hefði 99 manna aftökur farið fram, og þó væri vafasamt talið, hvort líflát væri í lögum á Rússlandi. Margir hafa orð á því, að mjög svipi ástandinu á Rússlandi þessi missirin til þess sem gerðist á Frakklandi á undan bylting- unni miklu í lolc 18. aldar, og að margt sé likt með þeim Hlöðvi konungi sextánda og Nikulási II Rússakeisara. Góðgjarnir menn báðir, en engir skörungar, tvíátta og ósnarráðir. Frakkland. Eftirköst skiinaðarmálsins milli ríkis og kirkju ollu þar ráðuneytisskiftum í öndverðum marzmánuði. Róstunum út af

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.