Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1976, Side 71

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1976, Side 71
isti,“ sagði Verkofenskí yngri, „en feg- urðina elska ég.“ Þannig lagði hann áherzlu á tvíræði fegurðarinnar. Og Dímítrí Karamazof lýsir svipuðum efa- semdum um sköpunarmátt fegurðarinn- ar á einstaklega áhrifaríkan hátt: „Feg- urð er óttalegt og skelfilegt fyrirbrigði . . . í henni mætast andstæð skaut og mótsetningar hverfa saman . . . Það skelfilega er að það sem huganum (þ. e. siðgæðisvitundinni) virðist skammarlegt, það er hjartanu óblandin fegurð.“ Sið- ferðilegt tvíræði fegurðarinnar, það hvernig leiðir fegurðar og gæzku skilur, er um leið „dulúðugt" fyrirbrigði með því að í fegurðinni „glímir djöfullinn við Drottin og vígvöllurinn er manns- hjartað“. Þessi barátta fer fram undir yfirskini fegurðarinnar. I ljósi þessa má sannarlega segja: Fegurðin bjargar heim- inum ekki, en fegurðinni í heiminum verður að bjarga. 5. Söguskoðun Krafturinn er mikill í gagnvirkni hugsana Dostoéfskís. Hann heldur fram andstæðum í ýmsu því sem aðrir menn leyfa sér aðeins frjálslega misnotkun einhliða forsendu. Hann rís ekki upp yfir þessar andstæður, sem fyrirfinnast í raunveruleikanum, fyrr en eftir að hann hefur varpað ljósi á þær og skerpt þær. Þær upphæðir, þar sem mótsagnir jafnast og þeim er „miðlað“, eru „svið hins hreintæra elds“ eins og það hét í fornri heimspeki, svið trúarinnar. Þar sem hann hélt þannig stöðugt áfram að rísa hærra í trúarlegum skilningi, varð Dostoéfskí í verkum sínum mikil hvatn- ing fyrir rússneska trúarheimspeki kom- andi kynslóða. En trúarleit Dostoéfskís sjálfs náði mestum skarpleika í sögu- skoðun hans. Lífsviðhorf Dostoéfskís Hér hefur þegar verið vitnað til orðanna í Djöflunum sem fjalla um „leyndardóm sögunnar“, þá stað- reynd að þjóðunum er stjórnað af mætti „fegurðar“ eða „siðferðis“, og að þessi viðleitni er þegar allt kemur til alls „leit að Guði“. Sérhver þjóð lifir fyrir þessa „leit að Guði“ — „hennar eigin“ Guði. „Dýrkun" Dostoéfskís „á einfald- leika hins frumstæða" er vitanlega af- brigði af lýðstefnu (populism), en þó er hún ennþá nánar tengd hugmyndum Herders og Schellings, í þeirri túlkun sem þær hlutu meðal Rússa, um að sér- hverri þjóð væri „ætlað hlutverk í sög- unni“, sérhver þjóð hefði eitthvert „sögulegt ætlunarverk“ að vinna í mannkynssögunni. Leyndardómur þessa ætlunarverks er hulinn í djúpum þjóð- arsálarinnar. I krafti þessara hugmynda var klifað svo rækilega á stefinu um „fullveldi og sjálfstæði" í „ungu rit- stjórninni" við blaðið „Moskvitjanin", og það var Grígorjef sem kom Dosto- éfskí í kynni við þessar skoðanir. En dýrkun Dostoéfskís á frumstæðum ein- faldleika stendur dýpra eins og Berdjaéf hefur réttilega bent á í bók sinni sem áður var nefnd. Dostoéfskí lætur ekki töfrast af sagnfræðirannsóknum eða sjálfum atburðum sögunnar heldur bein- ir könnun sinni að djúpum þjóðarsálar- innar. Herzen og Slavavinirnir trúðu því alveg eins og Dostoéfskí að Rússa biði sérstakt sögulegt ætlunarverk. Hámark- ið í þróun skoðana Dostoéfskís um Rússland var fræg ræða hans um Púskín. En sú hugsjón að takast mætti að sam- eina í eina heild anda Vesturlanda og Rússlands vakir fyrir honum í öllum verkum hans, sú skoðun „að við Rússar eigum tvö ættlönd — Vestur-Evrópu og Rússland“. Þetta kom ekki í veg fyrir að 1 8 TMM 273
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.