Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.04.1906, Blaðsíða 94

Skírnir - 01.04.1906, Blaðsíða 94
Hitt og þetta. Falsmynd Hannesar biskups Finnssonar, m. m. Framan við Ný Félagsrit, niunda ár, (1849) er mynd, sem á að vera, eða hefir látið verið svo sem væri mynd af Hannesi biskupi Finnssyni. En að myndin sé ekki sönn mynd af honum, þar er til marks um bréf Stein- gríms biskups Jónssonar til Jóns Sigurðssonar') 19. febr. 1845. Þar seg- ir svo: „Eg sendi þér hér með 3 merkra manna myndir, sem eg hefi, lta þá, sem þú vissir til, rauðkritar mynd af biskupi Hannesi eftir Sæmund Holm, tekin úr höfði hans1 2 3 * * *) 1798 o: tveimur árum eftir hann dáinn. Eg neita ekki að svipurinn helzt yfir enni og augabrúr líkist, en myndin yfirhöfuð þykir mér óskapleg.11 — En fyrir llkinguna er ekki mikið gef- andi, ef myndin „yfirhöfuð er óskapleg.“ Amma mín Yalgerður Jónsdóttir, ekkja Steingríms biskups, seiuni kona Hannesar, sagði mér sama vorið og 9. ár „Nýrra Félagsrita“ kom út, að hún sæi ekki að myndin líktist liið minsta og kvaðst heldur ímynda sér, að hún gæti verið af Halldóri Finnssyni, bróður Hannesar biskups.3) Að öðru leyti er til blað í handritasafni lands- bókasafnsins með hendi Steingríms biskups, sem skráð er á lýsing Hann- esar biskups á latíuu, og er lýsingin lauslega þýdd á þessa leið: „Hannes biskup var gildur meðalmaður á hæð, vel vaxinn, þétt bygður og réttur, og ei hið minsta farinn að verða lotinn þó kominn væri að sextugu; hann hafði fallega hnöttótt höfuðlag og stuttan háls; hárið var dökkjarpt, þykt og mikið og fór vel, ennið breitt og' kúpt nokkuð yfir gagnaugum, augun blá og skarpleg og lítið eitt útstandandi, en augabrýrn- ar i minna lagi, nefið beint og vörunum svo farið að neðri vörin var í við þykkari en hin efri. Fremur var hann fölur yfirlits sakir van- gæfrar heilsu, en alt andlitsfallið þannig, að út úr því skein svo mikil mannúð, svo heilbrigður, fjörugur og þróttmikill andi að engum bland- aðist hugur um, þegar í fyrsta áliti, að maðurinn væri slíkum kostum gæddur. Þrýstinn var hann um herðar og brjóstið þreklegt, en hand- leggirnir í grennra lagi, hendurnar smáar og fallegar og rak eg oft aug- un í það að í löngutangar-nöglinni hafði markast eins og laut af hinu fasta og stöðuga pennahaldi. Hann hafði netta fætur, en á annan fót- 1) Hjá Jóni Sigurðssyni hefir yfirgnæft áhuginn að ná i myndir ísl. merkismanna og bjarga þeim; honum hefir ekki gengið nema gott til þess; um hitt hefir hann þvi minna hugsað, hvernig þær væru, helzt þegar ekki var á öðru völ og því varð að tjalda sem til var. 2) Þ. e. eftir minni. s) „Þeir hefðu heldur átt að taka myndina af Jóni, syni mínum, það hefði likst meir en þetta“, veit eg til að hún sagði við annan mann. Hún útti við Jón Finsen, bæjar- og héraðsfógeta á Jótlandi, föður Hilmars Finsens, landshöfðingja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.