Morgunblaðið - 16.12.1987, Side 71

Morgunblaðið - 16.12.1987, Side 71
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 1987 71 GOSI ÆVINTÝRI SPÝTUSTRÁKS Gosi í ným þýðingu FJÖLVAÚTGÁFAN hefur gefið út nýja þýðingn á ævintýrinu um Gosa, eftir Carlo Collodi. Þorsteinn Thorarensen hefur þýtt Gosa úr frummálinu og segir í fréttatilkynningu Fjölva, að þetta sé fyrsta óstytta heildarþýðingin á sögunni á íslensku. Sl. sumar las Þorsteinn söguna af Gosa upp í Morgunstund bam- anna í útvarpinu. I bígerð er að gefa upplesturinn út á hljóðsnæld- um og mun sagan í heild þannig koma út á fjórum 90 mínútna snældum. Nýja Gosabókin er skreytt 80 lit- myndum eftir ítalska listmálarann Giorgio Scarato. Sagan skiptist í 36 kapítula og er um 120 bls. Fjölvi gefur bókina út í samstarfi við Mondadori-útgáfuna á Ítalíu. Skuggsjá Skáldsaga eft- ir Theresu Charles BÓKAÚTGÁFAN Skugpjá hef- ur gefið út nýja skáldsögu eftir Theresu Charles, sem nefnist Angela. I kynningu útgefanda segir m.a. að bókin §alli um Angelu Smith, sem kemur til bæjarins Wheystone frá London. í Wheystone ætlar hún að sækja um læknisstarf og reyna að jafna sig um leið í hreinu sveita- lofti og kyrrlátu umhverfi eftir slys, sem hún hafði lent í. Hún fær starf- ið og kynnist í þessu nýja umhverfí ýmsu fólki sem tekur henni misvel. Henni er í fyrstu vantreyst sem kvenlækni og litin homauga sem persóna, en smátt og smátt vinnur hún álit og traust fólks." Angela er 232 -blaðsíður. Bókin var sett og prentuð í Prisma og bundin í Bókfelli. Andrés Kristjáns- son þýddi bókina. §tP^2 \ aí.*1 HÓLMGARÐI 34, REYKJAVÍK Simar: 672400 - 672401 - 31599 G E RVIH N ATTASJ Ó N VAR P

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.